Félagið MÍR Félagið MÍR

Nk. sunnudag, 4. maí kl. 16, verður enn ein skáldakynningin í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105, á þessu vori. Þá verður skáldjöfurinn Lév Tolstoj og verk hans á dagskrá.


Tilefni kynningarinnar er útgáfa nýrrar þýðingar í þremur bindum á víðfrægum skáldsögum Tolstojs, sem byggjast að verulegu leyti á frásögnum af uppvaxtarárum hans, en þetta er í fyrsta sinn sem sögurnar birtast í heild á íslensku. Þýðandinn er Áslaug Agnarsdóttir, sviðstjóri við Landsbókasafn Íslands, en hún hefur kennt rússnesku lengi og er mikilvirkur þýðandi. Hún hefur áður þýtt á íslensku ma. mörg verka rússnesku sagnameistaranna.

Tvö bindi skáldsagna Tolstojs í þýðingu Áslaugar komu út fyrir fáum dögum, "Bernska" og "Æska", og þriðja bindið er væntanlegt með haustinu.

Áslaug Agnarsdóttir mun á kynningunni í MÍR 4. maí fjalla í stuttu máli um skáldið og flytja skýringar, en Hjalti Rögnvaldsson leikari les upp úr þýðingunum á öllum þremur bindum sagnanna.

Aðgangur að Tolstoj-dagskránni er ókeypis og öllum áhugamönnum heimill meðan húsrúm leyfir. Kaffiveitingar að dagskrá lokinni.Kvikmyndasýningar
MÍR, Hverfisgötu 105, í mars og apríl 2014

Sýningarskráin í heild sinni fyrir mars og apríl 2014.


Aðgangur að sýningunni í MÍR er ókeypis og öllum heimill.

Félagið MÍR Félagið MÍR
Félagið MÍR

 


Félagið MÍR Félagið MÍR

Félagið MÍR, Menningartengsl Íslands og Rússlands,
Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík,
Sími (Tel): 551-7928, heimasími formanns 551-7263
Netfang (Email): felmir@mmedia.is

Uppfært 30. apríl 2014

Félagið MÍR Félagið MÍR
Free counter and web stats