Félagið MÍR Félagið MÍR

Tveggja alda minning
Lermontovs í MÍR

Þess verður minnst í MÍR-salnum Hverfisgötu 105 nk. laugardag 25. október, að 200 ár eru liðin um þessar mundir frá fæðingu eins af höfuðskáldum Rússa á 19. öld, Mikhaíls Lermontov.

Dagskráin hefst kl. 15. Árni Bergmann rithöfundur, sem er manna fróðastur um rússneskar bókmenntir, flytur spjall um Lermontov og verk hans, og Jón Júlíusson leikari les upp úr fáeinum verka skáldsins sem þýdd hafa verið á íslensku. Einnig koma fram nokkrir nemendur úr "Rússneska skólanum", þ.e. námskeiðum í rússneskri tungu, þjóðmenningu og föndri, sem verið hafa til húsa í MÍR-salnum undanfarinn áratug. Lesa þeir upp úr verkum skáldsins á rússnesku. Þá verður og sýnd stutt kvikmynd og veitingar bornar fram. Aðgangur að þessari dagskrá er ókeypis og öllum heimill með húsrúm leyfir.Kvikmyndasýningar
MÍR, Hverfisgötu 105, í september og október 2014

Sýningarskráin í heild sinni fyrir september og október 2014.


Aðgangur að sýningunni í MÍR er ókeypis og öllum heimill.

Félagið MÍR Félagið MÍR
Félagið MÍR

 


Félagið MÍR Félagið MÍR

Félagið MÍR, Menningartengsl Íslands og Rússlands,
Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík,
Sími (Tel): 551-7928, heimasími formanns 551-7263
Netfang (Email): felmir@mmedia.is

Uppfært 21. október2014

Félagið MÍR Félagið MÍR
Free counter and web stats