Félagið MÍR Félagið MÍR

Rússnesk skáldkona
og þýðandi í MÍR

Rússneska ljóðskáldið og þýðandinn Olga Markelova Alexandersdóttir verður gestur MÍR í salnum Hverfisgötu 105 laugardaginn 26. apríl kl. 16 og kynnir þar og les upp frum- samin ljóð sín og ljóðaþýðingar, ásamt Hjalta Rögnvaldssyni leikara og þýðanda.

Olga yrkir jöfnum höndum á rússnesku og íslensku og velur til flutnings í dagskránni nokkur af Íslandsljóðum sínum, gömlum og nýjum, og kynnir þýðingar úr erlendum tungumálum.

Olga Markelova er fædd í Moskvu og hefur búið þar alla sína tíð, að frátöldum náms- og starfsdvölum erlendis. Hún valdi sér dönsku sem aðalnámsgrein í háskóla, en sótti jafnframt tíma í forníslensku sem aukagrein. Kviknaði þá áhugi hennar á nútíma-íslensku og hún tók nám í henni fastari tökum. Á árinu 2002 kom Olga til Íslands sem skiptinemi frá Rússlandi og nam íslensku og íslensk fræði við Háskóla Íslands um skeið.

Olga Markelova hefur síðustu áratugina lagt stund á skáldskap og greinaskrif, bæði á rússnesku og íslensku, sem og þýðingar af ýmsu tagi úr íslensku, ensku, dönsku, færeysku og fleiri tungumálum. Úr íslensku hefur hún meðal annars þýtt á rússnesku leikrit eftir fimm íslensk skáld: Árna Ibsen, Guðmund Steinsson, Ólaf Hauk Símonarson, Sigurð Pálsson og Svövu Jakobsdóttur. Tvær bækur eftir Hallgrím Helgason hefur Olga þýtt: 101 Reykjavík og Konan við 1000°, og mörg ljóða Sigurðar Pálssonar, svo dæmi séu nefnd. Auk þessa hefur hún þýtt neðanmálstexta á rússnesku við nokkrar íslenskar kvikmyndir.

Ljóðakynningin og lesturinn í MÍR-salnum laugardaginn 26. apríl kl. 16 er opinn öllum meðan húsrúm leyfir. Kaffiveitingar verða á boðstólum í hléi.Kvikmyndasýningar
MÍR, Hverfisgötu 105, í mars og apríl 2014

Sýningarskráin í heild sinni fyrir mars og apríl 2014.


Aðgangur að sýningunni í MÍR er ókeypis og öllum heimill.
Félagið MÍR Félagið MÍR
Félagið MÍR

 


Félagið MÍR Félagið MÍR

Félagið MÍR, Menningartengsl Íslands og Rússlands,
Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík,
Sími (Tel): 551-7928, heimasími formanns 551-7263
Netfang (Email): felmir@mmedia.is

Uppfært 12. apríl 2014

Félagið MÍR Félagið MÍR
Free counter and web stats