Félagið MÍR Félagið MÍR


Nú stendur yfir í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105, sýning á 38 myndverkum eftir fjöllistakonuna Kjuregej Alexöndru Argúnovu. Sýningin verður opin til 6. júní, á virkum dögum kl. 14-17 og kl. 14-18 um helgar.

Kjuregej Alexandra Argúnova rekur ættir sínar til lýðveldisins Sakha, Jakútíu, sem er hluti af Rússneska sambandsríkinu. Hún var við nám í leiklistarháskólanum í Moskvu á árunum 1961-1966 og þar kynntist hún Magnúsi Jónssyni, leikstjóra og rithöfundi, sem einnig var við nám þar í borg. Þau gengu í hjónaband í Moskvu, fluttust skömmu síðar til Íslands og störfuðu bæði um skeið við leiklist, en með stækkandi fjölskyldu á fyrstu búskaparárunum tóku heimilisstörfin æ meiri tíma hennar. Listakonan hefur margoft komið fram á leiksviði og í tónleikasal og tekið þátt í margskonar menningar- og listviðburðum, ekki aðeins hér á landi í Reykjavík og víða úti á landsbyggðinni, heldur og í Rússlandi, Þýskalandi, Danmörku og á Spáni. Hefur hún þá verið í hlutverkum leikara, leikstjóra, söngvara, leikmynda- og búningahönnuðar. Á árunum 1993-1994 var Kjuregej Alexandra við myndlistarnám í Barcelona á Spáni og kynnti sér aðallega mósaik- og listtæknivinnu, en 27 af verkum hennar á sýningunni í MÍR-salnum nú eru mósaik-myndir. Sýningar Kjuregej eru orðnar fjölmargar, bæði hér á landi og erlendis, og þetta er í sjötta sinn sem hún sýnir í húsakynnum MÍR: á einkasýningum 1991 og 2004, og samsýningum 1993, 1997 og 2007. Verk listkonunnar er víða að finna í opinberum söfnum og stofnunum hér á landi og erlendis.

Aðgangur að sýningu Kjuregej er ókeypis og öllum heimill.

Kvikmyndasýningar
MÍR, Hverfisgötu 105, í mars og apríl 2015

Sýningarskráin í heild sinni fyrir mars og apríl 2015.


Aðgangur að sýningunni í MÍR er ókeypis og öllum heimill.
Félagið MÍR Félagið MÍR
Félagið MÍR

 


Félagið MÍR Félagið MÍR

Félagið MÍR, Menningartengsl Íslands og Rússlands,
Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík,
Sími (Tel): 551-7928, heimasími formanns 551-7263
Netfang (Email): felmir@mmedia.is

Uppfært 23. maí 2015

Félagið MÍR Félagið MÍR