Kvikmyndasýningar jan. - feb. 2003

 

ÆVINTÝRIÐ UM SALTAN KEISARA

Sunnudagur 12. janúar kl. 15:00

Teiknimynd frá árinu 1984, byggð á samnefndu ævintýri eftir Alexander Púshkín.
Stjórnendur I. Ivanov og L. Miltsín, myndataka M. Drúljan,
tónlist eftir Meerovits. Rússneskt tal án þýðingar (efnisút-
dráttur á íslensku liggur frammi).
Sýningartími 54 mín.

Eftir hlé:---->


HEIMSSIGLING ANDRÉSAR POSTULA
Tsétyre okeana Apostola Andreja


Heimildarkvikmynd um siglingu rússnesku seglskútunnar "Andrésar postula" um heimshöfin árin 1996-1999, en þá sigldi skútan fyrri hringinn í leiðangri sem nefndur hefur verið "Stóra áttan", þe. umhverfis meginlönd Evrópu, Asíu, Eyjaálfu og Afríku. Á árunum 2001-2002 fór svo skútan síðari hringinn, sigldi þá umhverfis Suður- og Norður-Ameríku.
Á heimleið til lokahafnar, Pétursborgar, hafði skútan viðkomu í Reykjavík í október 2002 og var áhöfnin, Nikolaj Litau og 5 aðrir skipverjar, gestir MÍR í félagsheimilinu við Vatnsstíg eina dagstund og sögðu þá frá hinum sögulegu siglingum skútunnar um heimshöfin.

Enskt tal.
Sýningartími 50 mín

----------------------------------------------------------------------

HAUSTMARAÞON
Osenníj marafon

Sunnudagur 19. janúar kl. 15:00

Kvikmynd frá 1979, leikstjóri Georgíj Danelíja,
höfundur handrits Aleksandr Volodin, myndataka Sergej
Vronskíj, tónlist Andrej Petrov. Meðal leikenda: Olég Basilashvili, Natalja Gúndaréva, Marína Nejelova, Évgeníj Leonov, Norbert Kúkhinke, Nikolaj Kjútskov og Galína Voltsék.
Í myndinni er lýst grátbroslegum tilraunum aðalsögupersónunnar, Andrej Buzykins, að losna frá erfiðu klandri og úr flóknum lygavef sem hann hefur spunnið, þegar hann, miðaldra tungumálakennari sem er kvæntur og á uppkomna dóttur, á vingott við sér talsvert yngri konu. Ýmsar fleiri persónur koma við sögu, ma. danski prófessorinn Hansen sem vinnur að þýðingu á verkum Dostojevskíjs.

Rússneskt tal, enskur texti.
Sýningartími 94 mín.

----------------------------------------------------------------------

MOSKVA TRÚIR EKKI Á TÁR
Moskva slezam ne verit

Sunnudagur 26. janúar kl. 15:00

kvikmynd frá Mosfilm 1979. Leikstjóri Vladimír Menshov, höfundur tökurits Varentín Tsérnikh, myndataka Igor Slabnevits, tónlist Sergej Nikitín. Meðal leikenda: Véra Alentova, Aleksej Batalov, Írina Múraséva, Aleksandr Fatjúskín, Raisa Rjazanova og Boris Smortskov.

Þetta er melódrama um örlög þriggja kvenna, Antonínu, Ljúdmilu og Ékaterínu, sem koma allar til Moskvu í leit að hamingju og von um að draumar þeirra rætist. Antonína giftist fljótlega góðum manni og öðlast hamingju með fjölskyldu sinni. Fyrir Ljúdmilu er dvölin í Moskvu einskonar happdrætti hamingjunnar og því mikilvægast að hreppa vinningsmiðann. Hún heldur áfram að spila í happdrættinu þó að vinningurinn láti á sér standa. Ékaterína er einskonar nútímaúgáfa af Öskubusku. Hún verður fyrir miklum vonbrigðum og mótlæti en örvæntir þó aldrei.

Myndin hlaut bandarísku Óskarsverðlaunin sem besta erlenda kvikmyndin árið 1981.

Rússneskt tal, enskur texti.
Sýningartími 140 mín.

----------------------------------------------------------------------

ÞJÓFURINN
Vor

Sunnudagur 2. febrúar. 15:00

Kvikmynd frá árinu 1997. Höfundur handrits og leikstjóri: Pavel Tsúkhraj, myndataka Vladimír Klímov, tónlist Vladimír Dashkevits. Meðal leikenda Vladimír Mashkov, Ékaterína Rednikova, Misha Filiptsúk, Díma Tsigarév
.
Á árinu 1952 er ungur drengur, Sanja, á ferð í járnbrautarlest einhvers staðar í Sovétríkjunum með
móður sinni, Kötju. Í lestinni hitta þau mann að nafni Toljan sem við fyrstu kynni virðist traustvekjandi og heiðvirður. Og hann er líka myndarlegur á velli. En ekki er allt sem sýnist.

Rússneskt tal, íslenskur texti.
Sýningartími 90 mín.

----------------------------------------------------------------------

FARÐU OG SJÁÐU
Ídí í smotrí

Sunnudagur 9. febrúarr. 15:00

Kvikmynd frá árinu 1985. Leikstjóri Élem Klímov,
handritshöf. Ales Adamovits og leikstjórinn. Í aðalhlutverkum Aleksei Kravtsenko, Olga Míronova og Lubomiras Lauciavicus.
Þetta er talin vera ein áhrifamesta kvikmynd, sem gerð hefur verið um grimmdarverk herja fasista í Sovétríkjunum í síðari heimsstyrjöldinni. Myndin gerist í Hvíta-Rússlandi sem varð fyrir hvað mestum búsifjum af völdum innrásarherja Þjóðverja og fylgiríkja þeirra. Jöfnuðu fasistar ma. 620 hvítrússnesk sveitaþorp við jörðu í herförinni og brenndu inni 100 þúsund íbúa þeirra, konur, börn og gamalmenni. Kvikmyndin "Farðu og sjáðu" (sem einnig hefur verið nefnd "Komdu og sjáðu" á íslensku, "Come and See" á ensku) hlaut margvíslega
viðurkenningu og verðlaun á sínum tíma, ma. gullverðlaunin
á kvikmyndahátíð í Moskvu.

Rússneskt tal, enskur texti.
Sýningartími um 145 mínútur.

----------------------------------------------------------------------

ÍVAN GRIMMI, fyrri hluti.

Sunnudagur 16. febrúar. 15:00

Sergei Eisenstein, hinn kunni leikstjóri og brautryðjandi á sviði kvikmyndalistar, vann á árunum 1941-1944 öðru fremur að gerð kvikmyndar um Ívan fjórða, stórfursta sem krýndur var keisari Rússlands 1547 og hlaut síðar viðurnefnið hinn grimmi eða ægilegi. Telja margir þetta verk hápunktinn á glæstum ferli hins mikla listamanns. Eisenstein byrjaði að vinna að tökuhandritinu snemma árs 1941, áður en Þjóðverjar réðust inn í Sovétríkin. Verkið sóttist honum seint því að hann "varð að endurmeta
allan persónuleika Ívans grimma og sögulegt hlutverk hans" eins og Eisenstein komst sjálfur að orði í einu rita sinna. Fyrri hluti kvikmyndarinnar var frumsýndur í árslok 1944 og hlaut þá þegar mikið lof og opinbera viðurkenningu. Samstarfsmenn S. Eisensteins voru margir þeir sömu og unnið höfðu með honum að fyrri verkum hans, ma. myndatökurmennirnir Edvard Tisse og Andrei
Moskvin, tónskáldið Sergei Prokofjev og aðalleikarinn Nikolaj Tsjerkasov.

Rússneskt tal, enskur texti.
Sýningartími 105 mín.

----------------------------------------------------------------------

ÍVAN GRIMMI, síðari hluti

Sunnudagur 23. febrúar kl. 15:00

Í upphaflegri áætlun Eisensteins var gert ráð fyrir að kvikmyndin um Ívan grimma yrði í þremur hlutum. En styrjöldin breytti þeim áformum, svo og sú staðreynd að kvikmyndaverin voru flutt frá Moskvu til Alma Ata í Mið-Asíu. Flest atriði 2. hluta myndarinnar voru tekin jafnhliða fyrsta hlutanum, nokkur þó veturinn 1944-45, en úrvinnsla myndefnis hófst ekki fyrr en í ársbyrjun 1946. Þessi síðari hluti kvikmyndarinnar vakti miklar deilur og hann féll ekki yfirvöldum í geð. Olli þessi harða gagn-
rýni því að Eisenstein hafði í hyggju að endurvinna sum atriði kvikmyndarinnar, jafnframt því sem hann undirbjó þriðja og síðasta hlutann sem átti að vera í lit. En um þetta leyti veiktist Eisenstein og var frá verki mánuðum saman. Hann var að búa sig undir að hefja störf að nýju þegar hann varð aftur fyrir áfalli og andaðist í Moskvu 1948. Þriðji hluti Ívans grimma varð því aldrei gerður og annar hlutinn ekki sýndur opinberlega fyrr en áratugur var liðinn frá andláti leikstjórans.

Rússneskt tal, enskur texti.
Sýningartími 90 mínútur.