| | Starfsferill
Guðmundur Emilsson hljómsveitarstjóri, f. 24.4.
1951 í Reykjavík. Foreldrar: Álfheiður L. Guðmundsdóttir söngkona, f.
24.2. 1922 á Siglufirði, og sr.Emil Björnsson, fyrrv. dagskrárstjóri
frétta- og fræðsludeildar Sjónvarpsins, f. 21.9. 1915 á Felli á Breiðdal,
d. 17.6. 1991. Systkin: Theódóra Guðlaug íþróttakennari, f. 26.3. 1940,
Björn, dagskrárgerðarmaður við RÚV-Sjónvarp, f. 25.7. 1948, og
Álfheiður skrifstofumaður, f. 8. 11. 1956. Fyrri maki: Ágústa
Gunnarsdóttir myndlistarmaður, búsett í Bandaríkjunum. Seinni maki:
Valgerður Jónsdóttir músíkþerapisti. Börn: Jón Emil, f. 10.7. 1985 og
Álfheiður Erla, f. 2. 12. 1993.
Menntun: Tónmenntakennarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1971. BM-gráða frá tónmenntadeild Eastman School of Music, University of Rochester
í New York 1975, MM-gráða frá tónvísindadeild sama háskóla 1979.
Doktorsnám (DMA) í kór-, óperu- og hljómsveitarstjórn, við Indiana University í
Bloomington í Indiana 1979-1982, lokatónleikar, doktorsvörn 1993.
Starfsferill: Hljómsveitarstjórn í útlöndum: Fjölmargar hljómsveitir í Rochester, NY, og Bloomington, Indiana, 1973-1981. New Music Ensemble,
Bloomington, 1980-1982. Hljómsveitin Avanti! í Helsinki 1989. Esbo Stadsorkester í Finnlandi 1990. Ensemble Instrumental de Grenoble í
Frakklandi 1992-1993. Þjóðarfílharmónía Rúmenska útvarpsins 1992 og 1994-1996. Þjóðarfílharmónía Ekvadors 1993. Sinfóníuhljómsveit Mar de
Plata og Sinfóníuhljómsveit St. Juan í Argentínu 1993. Sinfóníuhljómsveit Æskunnar
í Ísrael og Ashdod-kammersveitin þar 1996. Sinfóníetta Rómarborgar og Orchestra del Tetro Lirico, Cagliari, Sardinia, 1996. Stjórnandi Baltnesku
Fílharmóníunnar í Riga í Lettlandi 1997-2000; hljóðritaði með hljómsveitinni
átta geisladiska með verkum íslenskra og erlendra samtímatónskálda. Brown University Symphony Orchestra, Rhode Island, 1998. Oregon Mozart Players
1998. Ohio University Chamber Players 2000. Sinfóníuhljómsveit Pólska
útvarpsins 2000. Collegium Musicum í Bonn 2002. Hefur frá 1998 stjórnað hljómsveitartónleikum vegna heimsókna forseta Íslands til Lettlands,
Póllands, Bandaríkjanna og Þýskalands.
Hljómsveitarstjórn á Íslandi: Nýja strengjasveitin 1980. Sinfóníuhljómsveit
Íslands 1980-1990. Hljómsveit Listahátíðar 1982. Íslenska hljómveitin 1982-1992. Hljómsveit Tónlistarskólans Í Reykjavík 1982-1985.
Óperustjórn: Við Þjóðleikhúsið 1987 og 1997, og í Bandaríkjunum, Kína
og Þýskalandi. Meðal verka - Krýning Poppeu, Áfadrottningin, Dídó og Ænease,
Orfeifur og Evridís, Hollendingurinn fljúgandi, Lucia di Lammermoor, Tosca, Tunglskinseyjan.
Kórstjórn: Stúlknakór Hlíðaskóla 1971-1973, ýmsir kórar í Rochester,
NY, og í Bloomington, Indiana, 1973-1981. Söngsveitin Fílharmónía 1981-1986,
Karlakórinn Fóstbræður og Hljómeyki. Meðal verka - Magnificat Monteverdis,
Messías, Mattheusar Passían, Stabat Mater Dvoraks, Sálmasinfónían,
Auschwitz Oratorio.
Listrænn stjórnandi: Stofnandi og framkvæmdastjóri Íslensku hljómsveitarinnar 1981-1990. Nefndar- og dómnefndarstörf við ýmsar
tónlistarsamkeppnir hér á landi og í útlöndum frá 1981. Tónlistarstjóri
RÚV 1989-1997; RÚV efndi á þeim árum til RúRek-djasshátíðarinnar frá 1990
og ÍsMús, tónmenntadaga RÚV, Tónvakans, tónlistarverðlauna RÚV og Íslensks
tónlistardags í Efstaleiti frá 1992, og til fyrstu alþjóðlegu tónlistarútsendinga frá Íslandi á vegum EBU. Í Kristnitökunefnd
1996-1997. Formaður dómnefndar tónlistarverðlauna Tónvakans 1992-1997. Fulltrúi Íslands
í International Rostrum of Composers í París 1990-1997. Varaformaður verkefnavalsnefndar Sinfóníuhljómsveitar Íslands 1990-1997. Skipulagði
íslenska menningarhátíð í Beijing 1997. Listrænn stjórnandi íslenskrar menningarhátíðar við Brown University í Rhode Island 1998.
Aðalsamstarfsaðili Bonnborgar um skipulag ísenskra menningarviðburða á Íslandi og í Þýskalandi frá 1990, síðast 2002, í tilefni 50 ára
stjórnmálatengsla þjóðanna. Listrænn stjórnandi fjöllistaverksins Náma
eftir 36 innlenda listamenn frá 1987 til dagsins í dag, til að minnast 1000 ára
kristni á Íslandi og landafunda. Hefur falast eftir, frumflutt og frumhljóðritað yfir 50 hljómsveitarverk, óperur og balletta innlendra og
erlendra höfunda, þar á meðal er ópera Atla Heimis Sveinssonar, Tunglskinseyjan, flutt í Þýskalandi 1995 og Kína 1997, og ópera Þorkels
Sigurbjörnssonar, Grettir, enn óflutt.
Kennslustörf: Tónlistarkennari í Kópavogi, Hafnarfirði, Laugarvatni og Hlíðaskólanum í Reykjavík 1969-1972. Aðstoðarkennari samhliða námi í
Eastman School of Music og Indiana University 1973-1981. Kennari í kór- og hljómsveitarstjórn, tónlistarsögu og tónheyrn við Tónlistarskólann í
Reykjavík 1981-1989 og í tónlistarsögu við HÍ 1991-1992. Skólastjóri Tónlistarskóla Grindavíkur, tónlistarstjóri Grindavíkurkirkju og
menningarfulltrúi Grindavíkur 1999-2001. Skólastjóri Tónlistarskóla Öxarfjarðarhéraðs og tónlistarstjóri kirkna héraðsins 2001-2003.
Ritstörf og fjölmiðlastörf: Sjónvarps- og útvarpsþáttagerð um íslensk tónskáld og samtímatónlist frá 1978, þar á meðal fimm heimildarmyndir
fyrir RÚV, Vaka (um íslensk tónskáld almennt) 1978, og síðar myndir um Hafliða
Hallgrímsson, Jón Nordal, Atla Heimi Sveinsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Krzysztof Penderecki's Dies Irae: Aspects of Music and Literature,
doktorsritgerð. Greinaflokkar í Morgunblaðinu um tónlistarmál 1972-1973, 1978 og 1988-1989. Tónmennt, námsefni handa unglingaskólum, 1973, 2. útg.
aukin 1975. Tónlist og hljóðfæri eftir Neil Ardley, ritstjóri og aðalþýðandi
1989.
Viðurkenningar: Thor Thors-styrkur American / Scandinavian Foundation 1975. Námsstyrkir frá Eastman School of Music og Indiana University 1973-1975 og
1979-1982. Styrkur úr Vísindasjóði 1981 til rannsókna á norrænni samtímatónlist. Bjartsýnisverðlaun Bröstes 1987. Styrkur frá RANNÍS 1997,
til rannsókna á samtímatónlist á Íslandi á sjöunda áratugnum. |