1000 pínulítil kóngulóarbörn
 
 
Ég var alltaf í sveit á sumrin. Ţegar ég var 7 ára fann ég blágresisbrekku hjá stórum steinum, undir litlum kletti. Ţar var ađ finna marga marga fjögurrablađasmára. Ég var eins og lítill engill í litlu himnaríki og átti ótal fallegar óskir. Einn morguninn sá ég ađ stór og bústin kónguló hafđi búiđ til stóran glitrandi vef milli stóru steinanna, og hún átti 1000 pínulítil kóngulóarbörn sem léku sér í vefnum hennar. Mamman var í miđjum vefnum, stolt og full ábyrgđartilfinningar. Hve náttúran er fögur!  Ég var hugfangin og tíminn stóđ kyrr.  Í hrifningum minni hljóp ég og sagđi stráknum á bćnum, jafnaldra mínum, frá ţessum dýrmćta fundi og sjaldséđa undri, og fór međ hann á stađinn ţar sem gaf ađ líta 1000 lítil kóngulóarbörn ađ leika sér í glitrandi vef mömmu sinnar.
Strákurinn tćtti niđur allan vefinn og trađkađi á köngulóarbörnunum og mömmunni. 
Ég ćpti: Nei!!! Ekki!!! Ekki!!! Ég ţreif í strákinn og reyndi ađ bjarga kóngulóarbörnunum.
Ţađ eru 60 ár síđan og ég er enn sár, reiđ og sakbitin.  Hví sýndi ég honum!??
Ég veit ađ grey svínin kunna ekki ađ meta perlur ţví ţau eru bara dýr, en hví eru sumir sem fćđast menn blindar skepnur?
 

 

 

 

 

 

 
Guđrún Kristín Magnúsdóttir, rithöfundur og myndlistarmađur

 

 
Göia  
Óđsmál,  http://www.mmedia.is/odsmal
freyjukettir@mmedia.is
odsmal@mmedia.is
Norrćn menning
*****************************************