Hannesar saga Grásteins

3. bók

 

HAFRI FER SÉR AÐ VOÐA

ELRA GÚLLA LEIÐIST

 

Sunnudagsmorgun nokkurn í blíðskaparveðri hafði Hafra Bröndusyni tekist að vekja Elra bróður sinn.

Látunum í Hafra voru engin takmörk sett.

Ég var viss um að hann endaði á að vekja alla krakkana.

Hafri vill út.

Svo mjálmaði Hafir við gluggann eins hátt og hann gat.

 

Sólin var búin að vekja flugurnar í garðinum.

Kettlingarnir, sem voru orðnir þriggja mánaða, þurftu töluvert athafnasvæði.
Fjörið kraumaði í hverjum vöðva.

Ég hleypti þeim út um gluggann út í garð.

Ég átti eftir að sjá eftir því.

Sól úti

 

Úti í frelsinu upphófst leikur ofsalegur.

 

Hafra þótti hin besta skemmtun að klifra hátt hátt upp í trén í nokkrum stökkum -- svo hátt að hann komst varla niður aftur af sjálfsdáðum!

Hátt upp í tré

Lífsþrótturinn var nærri takmarkalaus.

 

Áður en varði keyrði úr hófi.

Í æðisgengnum eltingaleik stökk Hafri upp á steingarðinn.

Elri á eftir.

EKKI !!!

Hafri hljóp beint út á götu.

Hann vissi ekki að þar bíða hætturnar.

Eltingaleikur á ekki heima úti á umferðargötu.

 

Bíll kom þjótandi --

-- hemlaði --

-- en um seinan.

Slys.

 

Hafri, þessi fjörkálfur, lá nú skyndilega á götunni.

Þetta unga hrausta dýr, sem fyrir stundu hafði verið fullt af þrótti og gáska, lá nú og kvaldist á hörðu köldu malbikinu.

Það blæddi úr honum.

Hafri kvaldist.

 

Bílstjóranum þótti þetta leiðinlegt, en hann gat ekkert gert úr því sem komið var.

 

Ég tók Hafra inn.
Hann mjálmaði hátt og átakanlega.

 

Elri gat ekki skilið hvað hafði gerst --- hví leikurinn fékk svo snöggan endi.

Hann hlustaði hræddur á sársaukavæl bróður síns.

Elri hræddur.

Hafri þjáðist meira og meira er leið á daginn.

Hafri að deyja.

 

Okkur tókst að ná tali af dýralækni.

Hann sagði að lítið væri hægt að gera fyrir dýrið, þar sem líklega væri um innvortis blæðingar að ræða.
Ljóst var að innyflin höfðu skaddast.

Við gátum ekki horft upp á Hafra kveljast til bana.
Um kvöldið fengum við lyf til að svæfa hann.

Það var erfitt.

Það kom bíll

-Mamma,
er kisan mín núna dáin,
af því að hún hljóp út á götu og fyrir bíl?
spurði Hjalti.

Að gæta sín.

-Mamma,
geta kisur aldrei lært umferðareglur?,
spurði Kristín.

Ef ekki.....

-Mamma,
ef þú hefðir ekki hleypt þeim út, væri Hafri þá ennþá lifandi?,
spurði Helgi.

 

Magnús, stóri bróðir, dysjaði Hafra í garðinum milli trjánna, þar sem hann hafði fyrr leikið sér að flugum og grasstráum -- sína sumarlöngu ævi

 

Dys.