Hannesar saga Grásteins

4. bók

 

HANNES GRÁSTEINN

OG

SURTARBRANDUR

 

 

Elra Gúlla leiddist eftir að Hafri bróðir hans varð fyrir bíl og dó.

Elri leitaði hans úti og inni í marga daga.

Elri aleinn.

Á hverju kvöldi þurfti hann svo að svæfa alla eigendurna sína aleinn, og það er ekki lítið starf.

 

-Ég má hafa hann fyrst núna.

Þú fékkst að hafa hann fyrstur í gærkvöldi.

-Ég má.

-Það var bara af því að ég var á undan að bursta í mér tennurnar.

Þú átt eftir að bursta í þér tennurnar, góða.

 

Bröndudóttir á Nesinu, mamma hans Elra Gúlla, var búin að gjóta á ný.

Branda gaut.

Hún gaut í agúst.

Elri hafði eignast fjölda systkina, sem hann hafði ekki hugmynd um að voru til.

Þurfti honum þá að leiðast lengur?

Það varð úr að við fórum til Dóru og fengum aftur tvo kettlinga undan Bröndu, þegar þeir voru orðnir nógu stórir til að fara frá mömmu sinni.

Fáum tvo.

Annar kettlingurinn var svartbröndóttur, gljáandi, með leiftursnögg augu eins og Hafri bróðir hans hafði haft.

Hinn: gulur, feitur og úfinn;
auk þess ákaflega syfjaður.

 

Á heimleiðinni vildu allir krakkarnir fá að halda á kassanum með nýju kettlingunum í.

Svartbröndótti kettlingurinn horfði skelfdur upp úr kassanum á þessa hávaðasömu tröllauknu mannaunga.

-Við megum ekki gera dýrin hrædd.

Við skulum frekar klóra þeim ósköp varlega á bakvið eyrun, og nota tímann á heimleiðinni til að finna góð nöfn handa þeim.

 

Ákveðið var að svartbröndóttur skyldi nefndur Surtarbrandur.

Nöfn á þá.

Forvitinn.

Hann var ekki lengur hræddur.

Hann gægðist lengra og

lengra upp úr kassanum, og reyndi síðan að príla upp úr.

Það ætlar greinilega að verða sama fjörið og fyrirferðin í Surtarbrandi og var í Hafra sáluga.

 

En gulur hnöttóttur hnoðri hefir litlar áhyggjur af því sem fram fer.

Hann sefur sem fastast.

Rifrildið í nýju eigendunum og leikurinn í Surtarbrandi raska ekki ró hans.

Hannes sefur.

Þess vegna er hann nefndur Hannes.

Það er í höfuðið á Hannesi, skapgóða stráknum, sem er vinur Magnúsar.

Sá Hannes nennir aldrei að standa í rifrildi eða áflogum.

Hannes Grásteinn.
-Hvers vegna Grásteinn?
-Bara.

 

Þegar heim kemur er Elri, stóri bróðir, lítt feginn nýja félagsskapnum.

Elri er fúll.

Lítt tjóir að segja honum, að þetta séu bræður hans.

Nú fái hann félaga í stað Hafra sáluga.

Nú þurfi hann ekki aleinn að svæfa alla krakkana.

 

Elri Gúlli leggur kollhúfur, þegar hann sér þessa litlu, ljótu hnoðra staulast að mjólkurskálinni - mjólkurskálinni hans!

-Puh. Það er fýla af þeim!

Elri gengur út með fyrirlitningarsvip.

Mjólk.

Við reynum að sleikja úr Elra.

Elri fer.

Hann þykist nú vera orðinn nógu stór köttur til að vera úti á nóttinni.

Hvernig sem við reynum að vera góð við hann, kemur hann æ sjaldnar heim.

Hefur Elri fundið sér nýjan samastað?

Það vitum við ekki.

Við reynum að spyrjast fyrir um hvar hann haldi sig.

 

Kettir eru allt of sjálfstæðir til þess að spyrja aðra um, hvað þeim henti best.

Óháður velur kötturinn sér heimili á þeim stað er honum líkar.

Elri Gúlli yfirgefur okkur.

Honum mislíkar, og flytur að heiman.

Elri fer.

Hannes Grásteinn, stóri guli bómullarhnoðrinn, vaknar og teygir sig letilega.

Hannes.

Surtarbrandur hendist upp og fær sér trimmsprett á þvottahússgólfinu - frá þvottabalanum yfir klemmuboxið og ....

Surtarbrandur stekkur.

.... sem Hannes Grásteinn ætlar að fara að fá sér smá mjólkurlögg að lepja, liggur leið spretthlauparans einmitt þar hjá,

 

- með smáskvettu -.

Hannes dettur.

Hannes dettur á kjammann ofan í mjólkurskálina.

Þetta gerir svosem ekki mikið til.

Þörf er á þvotti hvort eð er.

Surtur er á bak og burt.

Hann hjálpar ekki hið minnsta við hreingerninguna.

Þvottur.

En þegar Hannes er til í tuskið, er eins gott fyrir Surtarbrand að hlaupa hratt.

Hannes til í hasar.

Hannes er svo miklu stærri og þyngri, að Surtarbrandur lendir alltaf undir í áflogunum.

 

Svo kemur fiskbitinn:
afgangur af ýsu með tómatsósu!

Þá er tilvalið að byrja að kenna kettlingunum að koma þegar kallað er á þá:

-Hannes, kis-kis!

-Surtarbrandur, kis-kis!

Þeir éta.

Hannes og Surtarbrandur fá sér ríflega í svanginn.

Einkum Hannes feitabolla.

Nóg er af góðum bitum í ruðunum.

Að vísu virðast börnin nota óþarflega mikla tómatsósu.

 

Það getur verið þreytandi að hamast í kettlingaleikjum alla daga, og það er örugglega mjög hollt að hvíla sig eftir matinn.

Það virðast kettir vita.

Þeir fara að sofa.

Á kvöldin sofna þreyttir kettlingar.

Gott er að láta sér líða vel í hlýju og öryggi.