Hannesar saga Grásteins

5. bók

KETTLINGUNUM STOLIÐ

 

Hannes Grásteinn og Surtarbrandur njóta lífsins

í kjallaranum hjá okkur.

Þeir hafa allt sem kettlingum þykir best:

Fisk, mjólk, mjúk rúm og áflog.

 

Hvað er kátara en kátur kettlingur?

Svar: Tveir kátir kettlingar.

Gaman.

 

Þegar krakkarnir eru heima til að gæta kettlinganna, fá Hannes og Surtarbrandur að fara út um kjallaragluggann út í garð.

Þar er nú frumskógur í lagi.

 

Surtarbrandur stekkur hvað eftir annað hátt upp í tré;

 

Hátt uppi í tré.

oft svo hátt að hann þorir ekki niður aftur, litli villingurinn.

Við verðum að ná í stiga og sækja Surtarbrand.

Stigi.

 

Þegar eigendurnir eru í skólanum, eru kettlingarnir lokaðir inni.

Við erum hrædd um að þeir týnist.

Aðeins smá rifa er á kjallaraglugganum.

 

Þegar börnin svo koma heim, kalla þau strax á kettlingana, til þess að leyfa þeim að viðra sig í garðinum.

Þeir bíða inni.

 

En einn daginn koma kettlingarnir ekki. þegar kallað er:

-Hannes, kis-kis!

-Surtarbrandur, kis-kis!

Börnin leita í gluggunum,

í rúmunum,

í sagdallinum,

á öllum hugsanlegum stöðum.

 

Hvergi er þá að finna.

Þau leita jafnvel úti í garði, þótt óhugsandi sé að .....

Þau fara út í garð:

-Kis-kis!

-Ha?

-Hvar eru þeir?

 

-Eruð þið að leita kettlinganna?

kallar Bergljót út um gluggann á miðhæðinni. -Ég sá tvær stelpur vera hér í garðinum áðan.

-Ég sá tvær stelpur.

Þær voru að skoða kettlingana.

Það eru svo oft krakkar að horfa á kettlingana inn um gluggann.

Ég heyrði stelpurnar rjála eitthvað við gluggann.

Getur verið að ....

Ég hef séð þessar stelpur í skólanum. Að líkindum eiga þær heima uppi á Rauðarárstíg, og ég held að önnur þeirra heiti Rósa.

Þar eð kettlingana er hvergi að finna, fer ég að leita Rósu á Rauðarárstíg og vinkonu hennar, ef hugsast gæti að þær vissu eitthvað um hvarfið.

Fyrst svo heppilega vildi til að Bergljót varð vör við einhverjar stelpur í garðinum heima og bar kennsl á aðra þeirra, ætla ég að reyna að hafa upp á þeim.

-Býr Rósa hér?

 

Hjalti, Kristín, Helgi og Magnús ætla að halda áfram að leita í nærliggjandi görðum.

Krakkar úr næstu húsum hjálpa til við leitina.

Ég geng hús úr húsi á Rauðarárstíg, og spyr hvort nokkur Rósa búi þar.

Sumir bregðast illa við:

 

-Engin Rósa hér.

Skella svo í lás.

-Nei.

 

Aðrir eru hjálplegir:

-Það býr telpa hér á efstu hæð, sem einmitt er á þessum aldri.

En hún heitir að vísu ekki Rósa heldur Maja.

-Maja býr uppi.

 

Á efstu hæð fæ ég upplýst, að Maja og Rósa eru vinkonur.

-Þær eru einhvers staðar úti.

Enginn veit neitt um neina kettlinga.

-Rósa og Maja eru úti.

 

Niðri í kjallara er kona að þvo.

-Já. Með kisur.

-Þér hafið víst ekki séð hér tvær telpur með kettlinga? spyr ég.

-O, jú. Hún Maja litla á loftinu og vinstúlka hennar voru með litla hnoðra hér í morgun.

Þær fóru eitthvað út með þá.

Ég gleymi nærri því að þakka konunni fyrir.

Ég þýt út kjallaramegin.

 

-Rósa og Maja!!!

-Rósa og Maja!!!

-Rósa og Maja!!!

Ég kalla eins hátt og ég get.

Ég geng um göturnar kallandi.

Tvær telpur líta við. Ég spyr þær:

-Hafið þið nokkuð séð tvo kettlinga sem eru týndir frá Skarphéðinsgötunni?

Rósa og Maja segja nei.

 

-Nei, segja þær.

-Ó stelpur mínar! Ég er búin að leita um allt.

Kettlingarnir eru svo litlir að þeir rata ekki heim.

Litlu krakkarnir sem eiga þá eru grátandi heima.

Þau halda að litlu kisurnar þeirra hafi orðið fyrir bíl og dáið.

Getið þið nokkuð hjálpað mér að leita?

Loks fékk önnur þeirra málið:

-Jú, annars.

-Við sáum kettlinga áðan.

Stelpa sem á heima þar gaf þeim mjólk.

-Ó, stelpur mínar, sýnið mér hvar.

Ég elti þær yfir götu og inn í einhvern garð.

 

Þar er enga kettlinga að sjá.

Hvar eru þeir?

Telpurnar setja upp kæruleysissvip.

-Hvar haldið þið að þeir geti þá verið? spyr ég. -Þið vitið að svona litlir kettlingar verða fyrir bíl ef þeir hlaupa út á götu.

Ef enginn gefur þeim neitt í svanginn deyja þeir úr hungri.

Þeir eru allt of litlir til að veiða sér til matar.

Í nótt verður þeim ofsalega kalt. Þeir eru vanir að sofa í hlýju rúmi.

Ég held áfram, því ég sé að þær eru að byrja að skilja hvað þær hafa gert:

-Og, eins og þið vitið, geta dýrin ekki ratað aftur heim, ef einhver hefur borið þau hingað.

Dýrin þurfa að þefa leiðina sína, til þess að rata.

Litlir kettlingar geta ekki lesið götunöfnin né heldur munað það sem þeir sjá á leiðinni.

Nú verða þær áhyggjufullar.

Ég bið þær að hjálpa mér að leita.

Rósa og Maja.

Og loksins loksins finnum við kettlingana þar sem þeir kúra í hnipri í kjallaratröppum einhvers staðar á Mánagötunni.

Þið getið varla ímyndað ykkur hve fegin ég verð.

Heilir á húfi, báðir tveir!

Við finnum þá.

Ég spyr stelpurnar hvort þær langi til að halda á þeim heim fyrir mig.

E.t.v. voru þær börn sem langar til að hafa dýr, en geta hvergi fengið að vera með það.

Þær svara engu.

Ég segi Rósu og Maju að þær megi koma og skoða kettlingana, hvenær sem þær vilji.

Vonandi hafa þær séð, hverjir óvitar þær voru.

Rósa og Maja.

Mikil er kætin þegar ég kem heim með svanga þreytta bræður.

Þeir éta fisk