Hannesar saga Grásteins

6. bók

 

ÞAÐ EINA SEM ER KÁTARA EN KÁTUR KETTLINGUR
ER:
KÁTIR KETTLINGAR

 

Kettir eru hreinlegir og auðvelt að hafa þá í húsum inni.

Þeir þurrka að vísu ekki af fótunum á sér áður en þeir hoppa upp í rúm, en þeir þvo sér örugglega rækilega, þótt mamma þeirra sé hætt að sinna uppeldinu.

Þvottur.

Bræðurnir Hannes Grásteinn og Surtarbrandur eru ánægðir með að hafa hvor annan.

Þá geta þeir flogist á í fullkomnum kettlingaleik.

Ef maður á aðeins einn kettling, þarf maður að vera duglegur að leika við hann.

Leikþörfin er nær óþrjótandi.

Þeir leika sér.

En það er ótrúlegt hve kettir geta slakað á og látið sér lynda, að smávaxnir eigendur séu að fulhnúast með þá.

Hjalti með Hannes.

Hannes og Surtarbrandur eiga pappakassahús, sem er alveg mátulegt fyrir þá.

Meira að segja eru leynigöng úr einum kassa í annan.

Kassahús.

Þegar leikurinn nær hámarki, veltur venjulega húsið, samskeytin rifna, og leynigöngin eru ekki lengur leyni neitt.

Þá mega krakkarnir eiga við viðgerðirnar.

Það er ekki verk fyrir káta kettlinga.

Kassahús í klessu.

Þeir hafa ekki tíma til að eiga við viðgerðir.

Þeir eru önnum kafnir við að veiða pappírsvöndul, sem dinglar í bandi.

Þessi sígilda bréfmús veitir þrotlaust trimm.

(Endilega leyfið kettlingum stundum að ná henni. Ef henni er alltaf kippt burt, gefast þeir upp.)

Bréfmús.

 

Auðvitað kemur að því að litlir kettlingar þreytast.

Þeir hafa valið sér gamla barnavagninn í kjallaraganginum fyrir einkabæli.

Kettlingarnir geta stokkið margfalda hæð sína nær fyrirhafnarlaust.

Þarna geta þeir sofið tímunum saman á daginn eftir þreytandi leiki.

Þeir sofa hér.

Þegar Hannes og Surtarbrandur vakna, er ekki verið að fara sér að neinu óðslega:

Staðið hægt á fætur,

teygt úr hverjum vöðva,

og slakað á á eftir.

Þið ættuð að prófa að teygja ykkur svona innilega, þegar þið vaknið.

Það er örugglega snjallt að slaka svona vel á, áður en hlaupið er af stað.

Þeir vakna.

Þeir bræður þykjast nú vera orðnir of stórir kettir til að fara í dallinn sinn.

Þeir vilja frekar fara út í garð, grafa holu,

gera svolítið,

moka svo vandlega yfir, þar til engin lykt finnst.

Þetta kemur engum við.

Pissað úti.

Nú koma þeir auga á fuglana sem fljúga tré úr tré, garð úr garði.

Surtarbrandur mænir á eftir þeim með áfergju.

Ævintýraþráin lætur kettlingana ekki í friði.

Í veiðihug.

Surtarbrandur stekkur upp í trén.

Fuglarnir hafa vit á að leika sér ekki við ketti, og fljúga yfir í annan húsagarð.

Og haldið þið að kettlingarnir hafi þá bara hætt að hugsa um það?

Ó, nei.

Þeir stökkva á eftir þeim.

Eltingaleikurinn berst garð úr garði fyrr en varir.

Nú halda þeim engin bönd.

Í þeirra hugum er tilveran einn allsherjar meinlaus og hættulausgalsi.

Burt - á eftir fuglunum.

En við vitum betur.

Við kaupum ólar, sérstakar kattaólar, og merkjum kettlingana kirfilega með heimilisfangi og símanúmeri.

Ef þeir skyldu fara að þvælast langt brott, yrðu áreiðanlega einhverjir góðir krakkar til að koma þeim heim.

Og ef þeir stykkju fyrir bíl og dæju, gæti bílstjórinn a.m.k.1 látið okkur vita um slysið í stað þess að fleygja hræinu bara í næstu öskutunnu - og við værum þá að kalla og leita og auglýsa í marga marga óvissudaga.

Ól á Hannes.

Fyrst í stað þykir kettlingunum óþægilegt að hafa ólar um hálsinn.

Þeir reyna árangurslaust að klóra þær af sér.

Von bráðar hætta þeir að veita ólunum eftirtekt.

Ómerktir fá þeir enda ekki að fara út.

Brátt verður það gaman að fá ól, því þá vita þeir að það er verið að hleypa þeim út í frelsið.

Surtarbrandur klórar sér.

 

Ekki líður á löngu þar til kettlingarnir koma ólalausir inn.

Einhverjir krakkar hafa stolið af þeim litlu laglegu ólunum.

Við kaupum nýjar ólar í von um að þær verði látnar í friði.

En allt fer á sömu leið: Þeir koma ólalausir inn á ný.

Ólar hverfa.

Nú er að koma vetur.

Þá er gaman að fara á snjókornaveiðar í garðinum.

Ef hann tekur að hvessa, er alltaf hægt að smeygja sér inn um kjallaragluggann ....

Gaman!

Snjór!

.... fá sér mjólk og fisk inni í hlýjunni ....

... og þvo sér hátt og lágt, þegar snjórinn byrjar að bráðna á feldinum.

Svo er alltaf hægt að hlýja sér á tánum á einhverri dúnsænginni.

Inn að éta.

Heimakærir kettlingar kúra hjá litlu eigendunum sínum á hverju kvöldi.

Surtarbrandur malar mjög hátt, - eins og flestir kettir gera jú -

en Hannes malar svo lágt að varla heyrist.

Þeir mala sig - og börnin - í svefn.

Þetta hljóð er svo róandi.

Kúra.

Mala.