Hannesar saga Grásteins

7. bók

 

HANNES GRÁSTEINN HVERFUR AÐ HEIMAN

 

Hannes og Surtarbrandur eru orðnir fjögurra mánaða.

Eftir u.þ.b. einn mánuð munu þeir verða kynþroska.

Við ætlum að fara með þá til dýralæknis og láta vana þá.

Geltir fresskettir verða rólegir og heimakærir.

Þeir vaxa.

Þegar högnar (þ.e.2 karldýr kattarins) verða kynþroska, hafa þeir ósegjanlega þörf fyrir að leggjast út -- fara að heiman.

Þeir vilja helst vera úti allar nætur, breima og fljúgast á við aðra fressketti.

Fress.

Ef þeir finna út að læða (kvendýr) býr einhvers staðar, þá láta þeir nafnspjaldið sitt hjá dyrunum hennar.

Læða.

Þið haldið þó ekki að þeir stingi miða inn um bréfalúguna,

læðan taki hann svo og lesi ástarbréfið?

Þið haldið þó ekki að þetta sé eins og í asnalegum sögum sem fullorðnir búa til um dýr í mannafötum - gangandi á tveim afturfótum eins og menn?

Það er auðvitað bara fullorðinnabull, sem sumir halda að gangi í börn.

Svona?

Nei.

Ekki svona.

Dýrin hafa sitt eðlislæga táknmál, sem þau skilja.

Fresskötturinn pissar einfaldlega utan í dyrakarminn!

Og lyktin, maður.

Oh. Það fer nú ekki framhjá neinum að þar hefur verið högni í ástarhug á ferð.

Fress að pissa utan í.

Læðueigandinn þarf svo að þvo allan dyrakarminn rækilega með ediksvatni, til þess að losna við fnykinn.

En eitt skal ég segja ykkur:

Við menn notum líka lyktarskynið og lyktargjafa þegar við erum í ástarhug! Ekki aðeins sjónina, heyrnina, tilfinninguna og bragðið.

Við bara erum ekki meðvituð um það, Trúum því varla.

Fress breimar.

Um nætur sitja svo fressarnir breimandi fyrir utan húsið hjá læðunni.

Fólkið í kring fær engan svefnfrið.

Sumir reyna að skvetta vatni á þá.

Þegar fressarnir svo loks snúa heim - þreyttir og úrillir, og bitnir eftir áflog - hafa þeir ekki minnsta áhuga á að láta krakka vera að fulhnúa með sig.

Ef högni er vanaður - en best er að gera það um fimm mánaða aldur - framleiðir hann engin lyktarsterk ástarbréf ---

leggst ekki út í leit að breimableyðu ---

kemur ekki eyrnabitinn heim eftir margra nátta fjarveru ---

nennir að svæfa litlu eigendurna sína.

Auðvitað er ljótt að taka framfyrir hendurnar á náttúrunni, en við ákveðum samt að panta tíma hjá dýralækninum.

Á að vana fress?

En nú skulið þið heyra:

Hannes litli stendur við dyrnar og vill komast út.

Hann hlýtur að þurfa að gera svolítið (!) fyrir nóttina.

Ég ætla að hleypa honum út í snjóinn.

Hann verður áreiðanlega fljótur inn aftur í þessum kulda.

Hannes vill út.

Ég bíð í dyrunum.

Hannes þefar út í loftið.

Þessi myndarlegi fallegi kettlingur - stór eftir aldri - er eitthvað annarlegur í kvöld;

hann líkist ekki kettlingi lengur.

Nú mjálmar hann, ekki kettlingamjálmi, heldur - hvað heyri ég??

Hannes teygir upp álkuna og BREIMAR !

Hannes breimar.

-Hannes, Hannes minn!

Komdu inn! Úti er dimmt og kalt, kjáni litli.

Hannes! Hannes!

Hannes gegnir ekki nafninu sínu.

Hann virðist ekki finna fyrir kuldanum.

Ég stekk inn að ná mér í stígvél á fæturna.

Ég fer út.

Þegar ég kem út er Hannes allur á bak og burt.

Við köllum fram eftir kvöldi.

Við leitum næsta dag

og daginn þar á eftir.

Við spyrjum alla krakka í nágrenninu og biðjum þau að hjálpa okkur.

Við auglýsum í blaði, en verðum einskis vísari.

Surtarbrandur leitar líka.

Hann eigrar um úti og inni.

Hann saknar bróður síns.

Hannes !

Hannes !!!

Ætli hann hafi orðið fyrir bíl?

Skyldi einhver hafa tekið hann og borið hann langt burt, svo hann finnur ekki leiðina heim?

Eða er hann e.t.v. rekinn áfram af eðlislægri innri þrá?

Kemur hann aftur heim af sjálfsdáðum?

Hvar er Hannes?

Hannes er víðs fjarri.

Hann fer lengra og lengra.

Hann kemur á staði, sem hann hefur ekki séð fyrr.

Hannes er týndur.

Næturnar eru stjörnubjartar, undarleg lykt í loftinu, köld og æsandi.

Þótt fólkið í húsunum sofi, er Hannes Grásteinn ekki einn á ferð.

Allt í einu ....

Hannes sér kött.

.... stendur hann augliti til auglitis við stóran stóran kött.

Hannes finnur greinilega framandi lyktina af honum.

Þótt Hannes sé vanur að fljúgast á við Surtarbrand, er þessi ekki eins árennilegur.

Kettlingaáflog eru góð æfing.

Ríkur er sá kettlingur sem hefur annan kettling til að æfa áflog með.

En nú í fyrsta sinn finnur Hannes Grásteinn til alvöru lífsins.

Hann tekur því jafn rólega og yfirvegað sem öðru.

Hann langar ekki til að flýja. Hann er ekki hræddur.

En það er óskynsamlegt að koma sér í meiri klípu en orðið er.

Því forðar Hannes sér af vettvangi.

 

 

Lítið er í svanginn að hafa í þessum stóra spennandi heimi.

Hann er svangur.

Eitthvað rekur hann samt áfram í leit að ævintýrum.

Einhverjir góðir krakkar gefa honum mjólkurlögg og fiskruður.

Það er gott að koma inn í hlýjuna.

Góð börn.

Hannes fær að sofa hjá þeim í heilan dag.

Óstjórnlega er hann svefnþurfi.

Um kvöldið vaknar hann og sníkir meira í svanginn.

Mamma krakkanna segir þeim að láta nú kisuna út fyrir nóttina.

Þau megi ekki loka hana inni, enda hljóti hún að rata heim.

Þetta voru nú bara ágætis krakkar.

Hannes úti á ný.

Hið villta líf tekur við Hannesi á ný:

Ævintýri,

hættur,

stórir ókunnugir kettir,

kuldi,

öskutunnur,

 

Nú er gott að hafa hlýjan feld og sjálfstraust kattarins.