Hannesar saga Grásteins

9. bók

 

SURTARBRANDUR FER SÉR AÐ VOÐA

 

Nú eru kátir kattabræður saman á ný.

Þeir eru rúmlega fimm mánaða.

Við pöntum tíma hjá dýralækninum.

Við ætlum að láta vana þá.

Surtarbrandur, fjörkálfur, stekkur garð úr garði á eftir fuglunum, og Hannes eltir.

Kátir saman.

Surtarbrandur geysist upp í trén til að reyna að klófesta fugl, en Hannes nennir ekki að leggja alveg svona mikið á sig.

Þeir fljúga hvort eð er alltaf.

Að veiða.

Surtarbrandur hefur aldrei verið varkár.

Hann hættir sér út á grannar greinar.

Þótt fuglarnir geti léttilega setið á þeim, bera þær ekki köttinn.

Greinin svignar undan honum.

Og nú vill slysið til:

Ó! ó !

Greinin svignar æ meir.

Kötturinn getur ekki fótað sig og fellur niður.

Framfæturnir tóku við mesta fallinu, en þetta var það hátt, að hann lenti einnig á höfðinu. Dó samstundis.

Hefur rotast eða hálsbrotnað.

Dáinn.

Surtarbrandur liggur hér dáinn.

Það blæðir úr munninum og nösunum.

 

Aðeins í tvo daga fengu þeir að leika sér saman, bræðurnir,

eftir að Hannes kom heim aftur.

 

Hannes getur ekki skilið, hvers vegna Surtarbrandur vill ekki leika sér meira.

 

Við dysjum Surtarbrand í garðinum okkar við hlið Hafra, bróður hans, sem varð fyrir bíl og slasaðist til ólífis.

Dys.

Við létum Hannes ekki sjá, þegar bróðir hans var settur í kassa niður í djúpa holu og mold mokað yfir.

 

 

 

Dag eftir dag fer Hannes út í garðinn þar sem ærslaleikurinn hættulegi fór fram.

Hannes leitar.

Hannes leitar hér Surtarbrands.

Dýrin geta líka saknað, er þau hafa misst vini sína.

 

Við létum vana Hannes.

Hann þurfti að jafna sig vel eftir aðgerðina.

Hannes vanaður.

Við erum viss um að nú tekur hann ekki upp á því að fara á flakk.

Hannes Grásteinn verður rólegur og heimakær heimilisköttur.

 

Hannes er blíður köttur.

Hann talar við okkur - auðvitað á kattamáli:

Korrandi mrjárr, þegar hann langar til að láta gæla við sig;

langt máááááá, þegar hann er svangur;

stutt máh þýðir að hann þurfi að bregða sér útfyrir.

Hann þekkir alltaf nafnið sitt og svarar: -mjá.

Hann er blíður.

Ef einhver er lasinn og þarf að liggja í rúminu, skal Hannes jafnan kúra þar.

Ekki er heldur til betri lækning við hálsbólgu en hlýr mjúkur kattarfeldurinn.

Ekki bregst að Hannes veit hvar við erum veik, hvernig sem hann fer nú að því að vita það.

Ég meiddi mig í bakinu, og hann lá uppvið bakið á mér dag og nótt í heila viku.

Helgi meiddi sig í fæti, var í gipsi í mánuð, og alltaf sætti Hannes lagi við að leggjast ofan á fótinn - sem var nú raunar allt of þungur fyrir.

Of góður.

Hannes er ógurlegt matargat, enda í góðum holdum.

Litlum krökkum hættir til að leifa örlitlu af fiskinum sínum.

Þá er gott að geta sagt að maður sé bara að geyma þetta, til þess að kisa fái eitthvað.

-Hannes.

Hannes köttur.

Tis-tis.

Hannes.

Fiskruður, auðvitað með bræddu smjöri og tómatsósu.

Hannes!

Við köllum og leitum úti og inni.

Hannes svarar ekki.

Hvað hefur nú komið fyrir?

Hvar er Hannes nú?

Nokkrum klukkustundum síðar kemur strákur á hjóli.

Hann er með Hannes Grástein undir handleggnum.

-Eigið þið þennan kött? Voruð þið ekki að leita um allt að gulum ketti í vetur?, spyr strákur.

-Jú. Og nú týndist hann aftur. Hvar var hann núna? Hvar fannstu hann?

Hann fann Hannes.

-Ég sá nokkra stráka bera hann upp á Vitastíg.

Þeir ráku hann út á götuna og reyndu að hjóla á hann.

Þeir sögðust vera að búa til slys.

Þeir sögðu að enginn ætti þennan kött, - þeir hefðu fundið hann.

Ég hef sjálfur átt kött, sem strákar hjóluðu á.

Hann meiddist svo mikið að það þurfti að lóga honum.

 

Hvort sem einhver á dýrið eða ekki, er þetta viðbjóðslegur leikur heimskra krakka.

Vond börn.

-Þakka þér fyrir að bjarga Hannesi!

Hvernig gastu hjólað með hann í fanginu?

Komdu inn. Við viljum borga þér eitthvað fyrir, sagði ég.

-Gerði það bara fyrir köttinn.

Ég er dýravinur, svaraði strákurinn. -Ég má ekki vera að því að staldra við. Ég er að fara að selja blöð.

-Takk!

-Bless!

Hannes er ógurlega hræddur eftir allt sem hann lenti í þennan dag: Fyrst ofsahræðslan þegar vondu strákarnir reyndu að hjóla á hann.

Síðan ferðin heim á hjólinu með góða stráknum, sem hélt honum þéttingsfast til að missa hann ekki.

 

Það er leiðinlegt að þurfa að trúa því að til séu börn sem velja sér svo ljótan leik sem þennan.

Hvernig hefði getað farið fyrir Hannesi ef þessi góði hrausti dýravinur hefði ekki komið Hannesi til hjálpar?

Hannes er hvekktur.