Hannesar saga Grásteins

10. bók

 

HANNES VEIÐIKLÓ

 

Nú fer að vora í fyrsta skipti á æfi Hannesar Grásteins.

Vor -- eftir þennan allt of viðburðaríka vetur.

Eitthvað undarlegt býr í loftinu.

Hlý vorsólin vermir gula mjúka kroppinn.

Vor.

Hannes japlar á grasstrái. Það hreinsar magann að éta gras og æla því svo.

Fuglarnir gera sér hreiður hátt hátt uppi í trjánum.

Fullorðnu fuglarnir skjótast leiftursnöggt fram og til baka yfir höfði Hannesar.

Hannes ætlar nú ekkert að fara að brölta upp í trén á eftir þeim.

Það er ekki þess virði.

Hann ákveður að bíða frekar eftir að þeir detti niður.

Loksins loksins fara svo ungar að tísta.

Hannes sér fugla.

Meiri býsnin sem þeir þurfa af möðkum áður en þeir detta niður úr hreiðrunum.

Það er eins gott að þeir éta maðka en ekki ketti.

Þessir maðkaveiðarar eru svo snöggir og varir um sig, að ekki er nokkur leið að fá þá í leik við sig.

- Ekki smá veiðileik einu sinni.

Ormur handa unga.

Undarlegur smekkur að éta maðka!

Fuglakjöt er nú gómsætara.

Dag eftir dag, rólegur eins og ljón í hitabylgju, vaktar Hannes fuglana í görðunum.

-Oj bara! Éta orma!

Dag einn er bankað hjá okkur.

Þar er á ferð kona all æst: -Eigið þið stóran gulan fresskött?

-Átt þú gulan kött?

(Fyrst datt okkur í hug að Hannes hefði orðið fyrir bíl, dottið niður úr tré, eða eitthvert slíkt slys hefði hent hann.)

-Kattarófétið drap hálffleygan auðnutittlingsunga í garðinum mínum. Og ekki nóg með það: Foreldrarnir, sem ætluðu að bjarga unganum sínum, réðust á köttinn, og kötturinn drap báða foreldrana. Ungarnir sem eftir eru í hreiðrinu mega nú deyja úr hungri. Kötturinn er nú læstur inni í kjallara hjá mér. Ég skil ekkert í fólki að hafa ekki bjöllu á köttunum sínum.

Konan er í geysilegu uppnámi og skammar mig alla leiðina heim í þvottahúsið sitt.

Þar er þessi stóri guli Hannes læstur inni.

Og sá ætlar nú að komast aftur út í veiðifjörið.

-Hann drap fugla.

 

Hannes vill ólmur fara aftur út á veiðar.

Loksins eru fuglarnir farnir að detta niður úr trjánum.

Hann hafði einmitt verið að bíða eftir því í allt sumar.

Hann vill veiða unga.

Bjöllu á köttinn, já.

Þá getur hann ekki læðst að fuglunum. Þá getur hann fengið að fara út aftur.

Bjalla.

Skömmu síðar lít ég út í garð.

Hannes skömmin veiðikló er með tístandi þrastarunga í kjaftinum.

skureið þrastarhjónin steypa sér gargandi yfir köttinn hvað eftir annað af mikilli grimmd.

Fullorðnu fuglarnir sjá köttinn og kunna að varast hann, hvort sem hann er með bjöllu eða ekki.

En ungarnir eru allt of óreyndir og illa fleygir til þess að vara sig, jafnvel þótt einhver glamrandi bjalla hangi um hálsinn á kettinum.

Ekki dugði þetta ráðið.

Hannes nær í unga.

Ég fer út.

Hannes er nú ekki alveg á því að láta mig eyðileggja veiðiánægjuna fyrir sÚr.

Þegar hann sér mig stekkur hann yfir grindverkið - með tístandi ungann milli tannanna.
Þrastarforeldrarnir fljúga í humátt á eftir með gargi miklu.
Ég rek lestina, garð úr garði.

Með ungann.

Loksins - eftir töluverðan eltingaleik - tekst mér að ná Hannesi.

(Þetta hlýtur að hafa verið spaugilegt,
þótt um háalvarlegt mál hafi verið að ræða.)

Unginn virðist óbrotinn, hjartað slær, en hann liggur grafkyrr í grasinu þar sem ég legg hann.

Ég tek ungann.

Hannes er mér sárgramur.

Það er svo skemmtilegt að veiða.

Ég eyðilagði allt.

Ég ber hann frá.

Hannes vill veiða.

Skottið á Hannesi gengur fram og aftur, og hann reynir að rífa sig lausan.

Þrastarunginn var furðu fljótur að jafna sig. Hannes hafði hvergi bitið hann til blóðs.
Hann lá nokkra stund grafkyrr, svo, allt í einu, flaug hann til foreldranna, og þau hurfu mér sjónum.

Þrestirnir halda áfram að veiða sér maðka.

Þeir bíða hreyfingarlausir þar til ánamaðkur gægist upp úr moldinni.

Leiftursnöggt læsa þeir beittum sterkum goggi um maðkinn svo skerst inn í holdið.

Maðkurinn neytir allra sinna krafta til að komast aftur ofan í moldina sína mjúka og raka.

Lifandi ormar.

Kraftar hans þverra, hann megnar ekki meira gegn þessu ofurefli.

Þrösturinn étur hann lifandi.

En hver gerir sér rellu út af því?

 

Hannes er lokaður inni.

Ég loka Hannes inni.

Með blóðbragðið í munninum má hann horfa upp á hálffleyga ungana hoppa um í garðinum.

Aðrir kettir fá að leika lausum hala.

Þetta eru daprir sumardagar.

Hannes verður lasinn.

Dag eftir dag getur hann ekkert etið.

Hann fær uppköst og niðurgang, augun verða sljó og döpur, og hvíta himnan í augnkrókunum nær ekki að opnast.

Dýralæknirinn segir að þetta sé kattafár.

Fólk getur ekki smitast af því, en kötturinn þarf að fá ró og næði.

Hannes er lasinn.

Því miður eru mjög fáir kettir sem komast yfir þetta kattafár.

Mikill vökvi tapast úr líkamanum.

Búast má við að Hannes veslist upp og deyi.

Dagarnir líða hver af öðrum.

Hannesi líður ósköp illa.

Við búum um hann við ofninn í þvottahúsinu.

Þetta stóra fallega dýr er orðið rytjulegt og þverr táp.

Við reynum að fá hann til að lepja mjólk eða vatn.

Hann á það nú inni hjá okkur að við séum honum góð þegar hann er veikur. En Hannes vill aðeins fá að vera í friði.

Honum líður illa.

Eftir marga langa daga tekst okkur að koma í hann smá mjólkurlögg og örlitlum fiskbita.

Smátt og smátt stælist hann á ný.

Hannes köttur ætlar að sigrast á kattafári !

Kannski er það vegna þess að okkur þykir vænt um hann.

Þegar einhver elskar mann, langar mann til að lifa.

Til eru dýr og fólk sem engum er annt um. Ást er ótrúlega sterkt afl - eins og sjálfur lífsviljinn.

Hann fær bata.

Ungarnir í görðunum eru nú orðnir nokkuð vel fleygir.

Hannes fær á ný að fara út í sólskinið.

-Hannes minn, þú ert stórkostlegur köttur.

Hannes fer út.