Hannesar saga Grásteins

12. bók

 

HANNES FLYTUR Í NÝTT HVERFI

 

Hannes er nú tveggja vetra.

Það fer ekki fram hjá honum að eitthvað stendur til.

Allt er komið í pappakassa og ferðatöskur;

rúmin eru í sprekum;

krakkarnir ofsaspenntir;

allir á þönum.

Við erum að flytja úr kjallaranum í hálfbyggt hús í Fossvogi.

Hannes hefur góðar gætur á öllu. Hann ætlar að vera viss um að hann gleymist ekki.

Hannes nú tveggja ára.

Loks kom að síðustu ferðinni.

Þá fer Hannes með.

Það er ekki gaman í bíl

Ferðin virðist ekki ætla enda að taka.

Hannes vorkennir sér ein ósköp.

Hann er í bíl.

Hannes er feginn frelsinu, þegar á nýja staðinn kemur.

Hér er margt að skoða.

Ný framandi lykt.

Við höldum að við þurfum að gæta Hannesar. - Hann geti farið of langt, og ekki ratað heim.
En það er nú Hannes sem hefur gætur á okkur.
Hann ætlar ekki að láta stinga sig af á þessum nýja ókunna stað.
Hann eltir okkur hvert fótmál.

Flutt.

Hannesi þykir vissara að sofna nálægt einhverjum um kvöldið, og velur Magnús.

Magnús og Hannes sofa.

Þeir sofa báðir vært í nýja húsinu.

En eldsnemma morgunsins þarf Hannes að fara út.

Hann mjálmar, því hér er enginn opinn kjallaragluggi eins og hann er vanur að hafa.

Magnús steinsefur.

Hannes mjálmar aftur.

Enginn þykist heyra.

Allir eru þreyttir eftir flutningana.

Hannes vill út.

Hannes er staðráðinn í að komast út, þótt enginn nenni að róta sér.

Hannes tekur því til sinna ráða:

Hann stekkur upp í pabbarúm,

undir sængina,.....

Hann klórar.

........og gerir árás með klóm og kjafti á loðinn fótlegg sofandi pabba.

Þetta ber tilætlaðan árangur:

Ógurlegt öskur heyrist.

Grútsyfjaði pabbinn sprettur framúr með sprikli og svo ljótu orðbragði, að ekki er eftir hafandi.

Þetta var semsagt snjallræði sem Hannes á eftir að notfæra sér aftur og aftur.

Nú veit hann hvernig best er að vekja fólk sem þykist ekki heyra.

Út.

 

Þetta er rosalega spennandi hverfi.

Hér virðast vera margir kettir á róli.

Í næsta húsi býr Fía.

Í götunni fyrir neðan býr önnur læða: Marí.

Það, að hér búa tvær læður, er einmitt skýringin á öllum þessum köttum.

Hér eru stórir kettir, litlir kettir, svartir kettir, hvítir, bláir, bröndóttir.

Þeir eru allir hingað komnir til að setja lyktina sína á dyrakarmana hjá Fíu og hjá Marí.

Spennó.

-Hannes minn, Hannes minn!
Þú ert ekki svona áflogaköttur!
Láttu breimafressana um áflogin.

En Hannes hefur ekki hugsað sér að hafa aðra ketti inni á sínu yfirráðasvæði --- og hann telur garðinn hennar Fíu með í því.

Hinir kettirnir halda að þessi stóri guli sé líka skotinn í Fíu, og gæti orðið hlutskarpastur um hylli hennar, svona stór sterkur og glæsilegur.

Urrið og hvæsið berst út í morgunkyrrðina.

Urrað og hvæst.

Hannes hefur í rauninni mikinn áhuga á Fíu:

Hún á nefnilega nýsoðinn fisk.

Matarást?

Hannes gengur þarna út og inn, rétt eins og fiskurinn hennar Fíu sé soðinn sérstaklega handa honum.

Fía á fisk.

Fía er ekki sérlega hrifin af þessum heimsóknum.

Hannes hefur ekki sett lyktina sína, tákn karldýrsins, á dyrakarminn hennar, eins og hinir högnarnir. Hvers vegna ekki?

(Sjá bók 9, bls. 124

og bók 7 bls. 88-94.)

Reiðin sýður í Fíu.

Hárin rísa,

hún hvæsir.

Ætlar hann aldrei að hætta að éta?

Fía er reið.

Það eru aldeilis býsn sem svona búkur getur hesthúsað.

Þegar allt er upp urið, ekki ögn eftir, sleikir Hannes út um og teygir sig.

Hann hefur ekki neinn áhuga á Fíu.

Er nokkur furða þótt Fía sé ekki fyrir sig hrifin?

 

En nokkrum vikum síðar ...

Hannes fer til Fíu.

- þegar Hannes kemur rétt einu sinni óboðinn í heimsókn til Fíu -

..... hefur heldur en ekki fjölgað í því húsi:

Fía er búin að gjóta.

Nú á hún fjóra kettlinga.

Hún hvæsir á Hannes.

(Það er nú svosem ekkert nýtt.)

Fjórir kettlingar.

Þessir litlu kjánar veltast um gólfið.

Þetta líst Hannesi ekki á.

Þetta er hálfblint, illa lyktandi, tístandi.

Ljóti ófögnuðurinn.

Fía hvæsandi að venju.

Hannes hættir alveg við að stela fiskinum hennar Fíu, og forðar sér sem bráðast.

 

Hannes sest upp á smíðapallinn utan á nýja húsinu.

(Þaðan er stutt inn um næsta glugga, ef honum skyldi verða kalt á klónum.)

Stór, gulur.

Hannes er glæsilegur í vetrarsólinni.

Snögglega stöðvast bíll úti á götu.

Fólkið í bílnum bendir á Hannes og ræðir saman.

Það stígur út úr bílnum og gengur að húsinu.

Ég fer út í dyr.

-Hvaða dýr er þetta? spyr konan.

-Köttur, svara ég.

-Ha? segja aðkomumenn. -Svona stór og svona gulur !
Okkur sýndist þetta vera fjallaljón.
Megum við taka mynd af honum?

Ljón ?