Hannesar saga Grásteins

13. bók

 

FLEIRI VIÐBURÐIR:

 

BÖRN HVEKKJA HANNES;

HANNES HVEKKIR STARA

 

Hannes fer stöku sinnum í langar könnunarferðir um hverfið sem hann er nýfluttur í.

Að skoða sig um.

Hann kannar ekki eingöngu götur og húsagarða, ....

 

... heldur á hann það til að birtast í eldhússgluggum á neðstu hæð.

Hoppar inn.

Sumum bregður að vonum ofsalega við svo óvænta heimsókn.

En Hannes telur yfirleitt ekki eftir sér að aðstoða við (sum) húsverk, eins og að þrífa upp rjóma t.d.

Hann lepur.

Þess vegna taka flestir svona heimsóknum bara vel.

Krakkar klappa honum og gefa honum harðfisk.

Víða í húsunum í hverfinu eru til ágætis sófar og hægindastólar.

Þarna sefur Hannes.

Og ágætis rúm með mjúkum sængum.

Þótt flestir séu góðir við Hannes, skulið þið nú heyra hvað kom fyrir hann eitt sinn er hann var á heimleið úr einhverjum leiðangrinum:

Krakkaskríll reynir að ná Hannesi.

Honum tekst ekki að sleppa burt.

Hrekkjusvín.

Krakkarnir ná honum,

og troða honum ofan í poka.

Síðan hefja krakkarnir þann ljóta leik að fleygja pokanum með kettinum í á milli sín og upp í loftið.

Hannes er í poka.

Þetta er hræðileg lífsreynsla fyrir Hannes.

Hræðilegri en orð fá lýst.

Í kolniða myrkri finnur hann sig þeytast upp í loftið; veit ekkert hvar og hvenær hann kemur niður.

Ég veit ekki hve lengi þau kvöldu dýrið þannig, þessi skrýtnu börn.

Hvernig geta börn verið svo heimsk að vera vond við dýr?

Þegar Hannes loks sleppur frá hrekkjusvínunum, er hann ofsalega hvekktur.

Loks sleppur hann.

Hann hleypur sem fætur toga burt frá þeim.

Hannes fer ekki langt frá húsinu næstu daga á eftir.

Hann situr lengst af og horfir út um gluggann.

Hannes er inni.

Enda er dálítið spennandi að sjá í garðinum hennar Fíu:

Tvenn starahjón eiga í bardaga um fuglahús, sem rúmar aðeins eina fjölskyldu.

Raunar hafa þrastarhjón verpt hér árum saman.

En þrestirnir flýðu gargið og lætin í störunum.

Þrestirnir eru frekir, --- en stararnir eru ennþá frekari.

Fuglar úti.

Loks tekst öðru staraparinu að bola hinu burt.

Þau gera hreiður úr alls konar drasli:

snærisspottum, bréfsnifsum, plastpokarifrildi o.fl.

Svo verpa þau.

En Hannes situr nú dag eftir dag.....

- þeim til sárrar gremju -

.....í trénu fyrir framan fuglahúsið og bíður.....

- með hinni einstöku ró kattarins -

Egg.

......þess, að komast í færi við þau.

Veiðar krefjast þolinmæði.

Fránum augum fylgir rólegt dýrið hverri hreyfingu fuglanna.

Í hverjum slökum vöðva býr ógnarkraftur.

Í mjúkum loppum felast hvassar klær.

 

Loksins, loksins fara ungar að tísta í fuglahúsinu.

Hannes fer að lengja eftir að þeir komi út.

Hann fikrar sig upp eftir trénu.

Greinarnar eru æ grennri og sveigjanlegri eftir því sem ofar dregur.

Ungatístið og lyktin eru svo eggjandi, að nú halda honum engin bönd.

Ungar.

Foreldrarnir gera loftárás í sífellu, til þess að reyna að bjarga lífi unganna sinna.

Óvætturin í kattarlíki, Hannes Grásteinn, lætur það ekki á sig fá.

 

Veiðistoltið leynir sér ekki, er hann hefir stolið einum unganum úr hreiðrinu og drepið hann.

Hannes

með unga.

Hann ætlar að fara með hann heim og sýna okkur.

Nokkrir krakkar koma auga á hann, er hann gengur yfir grasflötina.

Þau öskra:

-Köttur búinn að drepa fugl!

-Köttur búinn að drepa fugl!

-Við skulum henda grjóti í hann fyrir að drepa litla fuglinn.

 

Mig ber að er þau eru í óða önn að grýta Hannes, sem reynir að felast milli runna.

Hann er vondur.

Sem betur fer eru engir stórir steinar nærtækir.

-Hann er vondur þessi köttur, segja þau. -Hann drap fugl.

-Krakkar, segi ég, -kötturinn er rándýr. Eðli hans er að drepa sér til matar.
Hafið þið ekki oft etið fugl sem búið er að drepa? T.d.kjúkling?
Eða rjúpu á jólunum?
Hafið þið ekki smakkað ýsu eða þorsk?
Einhver maður er búinn að veiða fiskana og drepa þá?
Etið þið lambasteik?
Þið vitið að einhver slátrar lömbunum, og við mennirnir etum þau svo.

Þessi guli köttur, sem er nokkuð mikil veiðikló, heitir Hannes.
Eðli rándýra.

Hann er nýfluttur í hverfið.

Ef þið sjáið einhverja ljóta krakka hrekkja hann, viljið þið þá hjálpa honum hingað heim?

Þau lofa því.

Þetta síðasta hefði ég ekki átt að segja!

Dagana næstu á eftir er Hannes vart kominn út, að ekki banki eitthvert barnið með Hannes í fanginu:

-Hannes ætlaði að fara út á götu.

-Ég passa Hannes.

Og þegar Hannes er inni er líka bankað:

 

-Má Hannes koma út?

Hannes er fljótur að fela sig, þegar hann heyrir til þeirra.

Ég segi krökkunum að Hannes vilji vera inni núna.

Þau megi klappa honum þegar hann fari út á eftir, en svo verði þau að leyfa honum að hlaupa.

 

Hannes er búinn að finna sér innileynistað:

Hátt uppi á skáp er stór dýrmæt leirskál.

Gult skott.

Einhvern tíma sást stórt gult skott koma upp úr skálinni.

Þá komst upp um nýja felustaðinn.