Hannesar saga Grásteins

14. bók

 

MILLI

 

Nú fær Hannes nokkuð nýtt að hugsa um.

Hann gefur sér naumast tíma til að fara út:

Helgi er búinn að fá sér gullhamstur.

Hann hlaut nafnið Milli.

Milli er hamstur.

Helgi smíðaði rammgert búr fyrir hamsturinn.

Þið megið reyna að geta hvers vegna!

Eins og við mátti búast:

Þessu meindýri ætlar Hannes að útrýma sem bráðast.

Það var jú einmitt til að drepa mýs, sem kötturinn var gerður að húsdýri.

Hannes læðist allt í kring um búrið, neytir allra bragða.

Hvergi reynist smuga á búrinu.

Lyktin af Milla leynir sér ekki, þótt hann sofi á kafi í bómullar- og pappírshrúgu.

Hannes vill ná í Milla.

Sennilega er ekki rétt að hafa mýs, hamstra og fugla á heimili sem köttur er á.

Ég held að stöðugur ótti þjaki þessi litlu dýr, jafnvel þótt við vitum að kötturinn muni aldrei ná þeim.

 

Á hverju kvöldi, þegar konungsríkið hans Milla er opnað, er Hannes settur út úr herberginu og lokað.

Hannes látinn fram.

-Góða nótt, Milli minn, og velkominn á fætur, segir Magnús stóri bróðir þegar Helgi opnar búrið.

Milli, grútsyfjaður, gægist upp úr hrúgunni sinni.

Milli.

Verið að ónáða hann svona snemma; klukkan er ekki nema tíu að kvöldi.

Meiri ófriðurinn.

Milli fær ferskt vatn, kál, arfa, brauð, epli og sólblómafræ.

Og þjónarnir hans þrífa klósettið hans, en það er í endanum á löngum pappakassagöngum í höllinni hans.

Gott að vera Milli (milli?).

Hús Milla
(höll Milla).

Sjálfur nagar hann dyr á höllina þar sem honum þóknast að hafa þær.

Hann hefur einkalaug og gengur oft út í hallargarðinn og snyrtir sig.

(Þykist vera að þvo sér.)

Milli að éta.

Þegar fóðrið kemur, athugar hann það: -Jú. Sæmilegt.

Svo treður hann öllu saman upp í sig.
Gott að vera hamstur.

 

Þegar Hannesi er hleypt inn aftur er lokið komið á sinn stað, og þungur dallur með sólblómafræjum á lokinu.

Þetta bregst ekki.

Lokað.

Þarna standa þeir hvor sínu megin við vírnetið, grafkyrrir, finna greinilega lyktina hvor af örðum.

Tíminn stendur kyrr.

 

En eitt kvöldið sér Hannes við okkur:

Hann felur sig vandlega á bak við gullakassa undir Helga rúmi.

Við finnum hann hvergi í íbúðinni. Köllum:

-Hannes!

Tis-tis.

Hannes köttur!

Hann lætur ekki á sér kræla.

Við höldum að hann sé úti.

Millabúrið er opnað:

-Góða nótt, Milli minn, og velkominn á fætur.

Milli gægist upp úr hrúgunni sinni, svefnherbergi kóngsins í þessu ferkantaða vírnetsríki.

Hannes er undir rúmi.

Hannes læðist óséður úr felustað sínum, ....

 

.....skref fyrir skref,

 

hægt,

 

hljóðlaust,

 

hnitmiðað.

Hannes læðist.

Hann hefur augastað á feitari bita en sólblómafræi og eplakjarna.

Allt í einu gerir hann leifturárás:

Árás !

Magnúsi og Helga bregður

Hannes læsir tönnunum í vesalings Milla, sem bjóst við öllu öðru en þessu.

Magnús og Helga bergður svo ofsalega, að eitt andartak geta þeir ekkert aðhafst.

Í samanburði við lipurð og viðbragðsflýti kattarins, verða viðbrögð okkar hlægilega klaufskt fálm.

 

Við, sem erum svo ánægð með okkar stóru mannaheila og vandlega hugsuðu varúðarráðstafanir, verðum nú að neyta aflsmunar:

opna kjaft rándýrsins með handafli, þar til feiti bitinn Milli nagdýr losnar.

 

Milla sakaði sem betur fer ekki.

Slapp með skrekkinn.

Sá var nú fljótur að skjótast inn, þegar loksins okkur tókst að losa hann.

 

 

Hannesi hafði nærri því tekist það sem hann ætlaði sér:

að ná Milla.

 

Við horfum með aðdáun á þetta mjúka sterka dýr, sem sýnt hefur slíka veiðikænsku að: fela sig.
gegna ekki þegar við
kölluðum á hann,
bíða rétta augnabliksins;

--- sýnt hefur slíka áræðni að hremma Milla beint fyrir framan nefið á okkur.

-Við dáumst að þér.

Hannes vingsar skottinu

- stóra gula skottinu sínu.

 

Þegar mannfólkinu mislíkar, fer það ýmist í fýlu og er móðgað í marga daga, eða öskrar á annað fólk.

Er ekki betra að dingla bara skottinu?

Næst þegar okkur mislíkar skulum við prófa að dingla skottinu eins og kisa gerir,
jafna okkur án þess að láta nokkurn mann sleikja úr okkur,
vera sjálfum okkur nóg,
taka því að ekki tekst allt sem við ætlum að gera.

Lærum að tapa.