Hannesar saga Grásteins

20. bók

(þið munið að þessi saga er um sanna viðburði)

ISBN 9979-895-03-9 (fyrir alla Hannesar sögu Grásteins, í 20 bókum)

Útgefandi:

1996

 

DÁNARTILKYNNING

 

Gulur köttur dó.

Það var ekið yfir gulan kött á Bústaðaveginum.

Tveir krakkar voru svo hugulsamir að ætla að láta okkur vita.

Helga við hliðina á sagði þeim að Hannes væri í sveitinni með okkur.

(Fía saknar Hannesar ekkert!
Sjá bók 12.)

 

Hannes veiðir mýs.

-Jú, jú.
Hannes er hér í sveitinni með okkur.
Þetta hefur verið einhver annar köttur.

 

Þegar Hannes er pakksaddur af fiski, nennir hann ekki að standa í þessum veiðum.

Hannes liggur í leti.

Hann sefur þá oft úti á milli þúfna í sólskininu.

Friðurinn er meiri úti en inni.

Hann nennir varla að hlusta á fuglasönginn, sem þó veitir honum oft mikla ánægju -- að vísu á annan hátt en okkur.

Það er ýmsum vandkvæðum bundið að vera konungur dýranna innan húss:

Hannes vill éta fyrstur.

Þessi endalausu ærsl í Surti eru hreinasta plága.

Hann ætlar greinilega ekki að þroskast.

Þessir sóðalegu hundhvolpar tveir vilja helst ekki virða lágmarks umgengnireglur: BÍÐA, meðan Hannes etur.

Hannes þarf sýknt og heilagt að halda þeim í skefjum.

Hann er orðinn hundleiður á þessu.

Brúni hvolpurinn æðir á Hannes sjálfan og bókstaflega glefsar hálfan bita af hvalkjöti frá honum.

Hvolpur rífur bita.

Hannes bregst ókvæða við og slær hvolpinn leiftursnöggt á trýnið, og sparar ekki klærnar.

Og hvað haldið þið að hvolpurinn leyfi sér að gera?

Hann geltir! -- Bara geltir á sjálfan Hannes Grástein!

Eftir þetta ríkir gagnkvæm fyrirlitning milli Hannesar og hundanna.

Surtur nennir ekkert að bíða eftir þessu karpi um matarleifar.

Hann finnur gat á kjallaranum, treður sér þar út,....

Surtur fer út um gat.

....stekkur sem fætur toga eitthvað út í buskann.

Kristínu finnst nú vissara að leita hans strax.

Hann er ekki líklegur til að skila sér aftur af sjálfsdáðum.

Þegar hann finnst er hann að ljúka við að éta hrossagauk.

Að éta fugl.

Ekkert er eftir nema bein, fjaðrir og ristillinn.

Þegar Surtur verður var við Kristínu, ætlar hann að stökkva burt og fá sér meira af slíku góðgæti.

Hrossagaukar sofa milli þúfna í sólinni.

Auðveld bráð.

Eftir mikið bras og kapplaup, tekst Kristínu að ná Surti.

Hún lokar Surt inni.

Hann langar í meira fuglakjöt.

Hann reynir svo að komast aftur út um gatið sem hann fann.

En því hefur verið lokað.

Þá tekur hann til við veggfóðrið.

Það er það eina sem hann á eftir að eyðileggja.

Undir veggfóðrinu er trétex.

Það fer sömu leið.

Hann brýnir klærnar á spýtunum sem undir því eru.

Að rífa og tæta.

Þegar hann fær leiða á þessu, kemur hann auga á flugu við ljósakrónuna.

Styttsta leiðin þangað er upp á stól, skáp, hillu og með tilhlaupi sigtað á ljósakrónuna.

Þetta hefur að sjálfsögðu hinar óskaplegustu afleiðingar.

Að veiða flugu.

Kristín fær Surt ekki til að sofna hjá sér á kvöldin.

Hann sefur á daginn, klórar og ærslast á nóttunni.

Við prófum að loka hann niðri í kjallara á nóttunni, en ámátlegt mjálmið hans heldur vöku fyrir okkur.

-- Skruðningar og brothljóð þegar dót hrynur úr hillum,

-- krafshljóðið þegar veggfóðrið lætur í minni pokann fyrir klónum,

-- rispur á handleggjum og fótleggjum þegar Surtur er í vígahug og gerir árás úr launsátri á sofandi börn,

-- skammirnar, sem Kristín fær fyrir að hafa enga stjórn á kettinum,

eru daglegt brauð.

Allir eru orðnir úrillir.

Það er hvorki hægt að loka dýrið inni né hleypa því út.

-Æ, Surtur minn.

Við tökum ákvörðun í samráði við Kristínu.

Við verðum að horfast í augu við að svona getur þetta ekki gengið lengur.

Surtur er kominn á annað ár.

Hann virðist ekki ætla að þroskast til að verða húsum hæfur.

Börnin í sveitinni vita ofurvel að oft þarf að skjóta dýr, en það er svolítið erfitt að þurfa að sætta sig við það.

 

-Ég get ekki haft Surt.

 

Í hvarfi frá bænum er byssan hlaðin einu skoti.

Surti var lógað.

Við létum súta af Surti skinnið.

Það er hið fallegasta þing.

Hannes gengur styggðarlega um húsið.

Tortryggnin skín úr svip hans.

Enginn má strjúka honum.

Getur verið að hann finni á sér hvert óþrifaverk hefur verið unnið?

Getur verið að kötturinn sé svo næmur að hann gruni hvað við höfum gert?

Treystir hann okkur ekki lengur?

Úr því að við svikum Surt, getum við eins svikið hann.

 

Veit Hannes?

 

Þegar frá líður jafnar Hannes sig.

Hann hefur lent í mörgum ævintýrum á sinni löngu ævi.

Nú er hann orðinn gamall.

Stöku sinnum kemur fyrir að hann veiðir sér fugl eða mús.

Það er þá aðeins ef gleymst hefur að gefa honum bita.

Hannes stundar nú aðallega harðfiskveiðar uppi í skáp.

Að veiða harðfisk.

Harðfiskur hefur þann kost að fljúga aðeins ofan á gólf, en ekki lengra.

Hannes á svo sannarlega skilið að fá að sofa í besta stólnum og hlýjasta bólinu.

Betri, gáfaðri og blíðari kött er vart að finna.

Hannes náði sautján ára aldri, en nú er hann allur.

Atvikin í þessari sögu eru sönn.

Sagan er búin.

Bless bless.