Bína brúða

ISBN 9979-895-80-2
Flutt í Sjónvarpinu, Stundinni okkar.

Á hverju kvöldi sofnar Bína br˙­a á koddanum hjá mér.
Að vísu lokar hún aldrei augunum, en hún hlýtur að sofna eins og ég.


 

Á daginn situr Bína brúða uppi á hillunni minni. Hún gætir sparibauksins míns þegar ég er í skólanum.

Bína er með appelsínugult hár úr lopa.


Einu sinni var mér gefin ný dúkka.
Hún var með hrokkið akrýlhár, gat lokað augunum, og hún átti fullt af fötum, t.d. ballkjól og skíðagalla.

Við Bína reyndum að máta eitthvað af þessum fínu fötum á Bínu.....

..... en hún komst engan veginn í neitt.

Svo við pökkuðum þeirri nýju bara niður í kassann aftur.

  

Okkur var alveg sama þótt Bína gæti ekki notað fínu fötin. Köflótti kjóllinn hennar er svo ágætur.


Einu sinni kom kona í heimsókn til mömmu. Hún var með lÝtinn krakka með sér.

Hún setti krakkann inn í mitt herbergi,........


.........og hann fór strax að gramsa í dótinu míno og reif allt og tætti.

Ég varð að bjarga dótinu mínu frá þessu skemmdarskríni.

Þá öskraði hann hástöfum....

.....og konan kom hlaupandi til að hugga hann.

Hún sagði að hann hefði svo gaman af dúkkum, sá litli...


         

.....og tók Bínu brúðu ofan af hillu og lét krakkann fá hana.

Svo fór hún aftur fram að tala við mömmu.

Ég sá að Bína var ofsahrædd við strákinn.

 

Aldrei hefur hún Bína fengið aðrar eins flugferðir.

Lopahárið var farið að losna, og ekki mátti meira mæða á saumsprettunni á tánni.

Nú var mér nóg boðið.

Ég tók Bínu brúðu af stráknum !

Hann öskraði,

konan kom auðvitað hlaupandi:

-Hvers lags er þetta eiginlega?, spurði hún. -Má barnið ekki einu sinni hafa þessa dúkkudruslu þína? Nóg áttu nú af dótinu, stelpa. Ég hélt ekki að þú værir svona nízk!

 

 

Ég varð dálítið skömmustulega þegar mamma kom.

Mamma spurði hvort ég gæti ekki lánað drengnum eitthvert dót sem hann gæti leikið sér að frammi í stofu hjá þeim.

Mér var að vísu skapi næst að lána þessum krakkabjána ekki neitt af dótinu mínu ---

--- en fyrst mamma bað mig.......

           .

Ég hagræddi Bínu á púða svo hún gæti jafnað sig.

Svo náði ég í kassann undan rúminu.

Strákpottormurinn varð allt að því hátíðlegur á svipinn þegar ég opnaði kassann.

 

Ég held bara að hann hafi orðið hálffeiminn.

      .

Undrunarsvipur kom á konuna og hún stamaði út úr sér: -Ætlarðu að lána honum þessa dúkku?

Mamma sagði að hann skyldi koma fram og skoða öll fötin í kassanum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við Bína urðum fegnar þegar pottormurinn fór fram.
Við þurftum að tala dálítið saman sem enginn mátti heyra.

 

-- o o -0- o o --