SIGGA OG HAFRAGRAUTURINN

ISBN 9979-895-44-6
hefur birzt í Sjónvarpinu, Stundinni okkar, lesin af höf.

 

Hún Sigga er í búinu sínu að drullumalla.

Það er að vísu leiðinlegt að enginn skuli hafa lyst á drullukökum, en hún skreytir þær samt með sóleyjablöðum og hrafnaklukkum. Fyrir rúsínur notar hún skorpin lambaspörð

Siggu þykir kökur ákaflega góðar. Þegar hún verður stór ætlar hún að læra að baka hjá mömmu sinni.

En hún ætlar sko aldrei að búa til hafragraut. Henni þykir hafragrautur svo óskaplega vondur.

Þegar Sigga er niðursokkin í að leika sér, er hún oft töluvert viðutan.


Mamma hennar Siggu kallar í hana: -Sigga mín, komdu aðeins heim1

En Sigga þykist ekki heyra.

Hún er alveg niðursokkin í drullumallið.


-Sigga, kallar mamma hennar aftur. -Þú þarft að skreppa fyrir mig í sendiferð á næsta bæ, til Rúnu á Hafravöllum.

-SIGGA!, kallar mamma hennar enn. -Heyrirðu ekki til mín? Komdu inn, segi ég.

-Ha? Jú, svarar Sigga, sem auðvitað hafði heyrt allan tímann,.......

.........en ég heyrði ekki fyrr en þú kallaðir í þriðja sinn. Ég er alveg að koma.

Hún fer í snatri á bak hestinum sínum og þeysir heim á hlað til mömmu sinnar á valhoppi.

Þetta er mjög viljugur hestur. Hún er enga stund heim úr búinu sínu.

Sigga leggur af stað með böggul til Rúnu.

Sigga er dugleg stelpa. Hún er vön því að ganga langt, því hún sækir kýrnar fyrir mömmu sína á hverjum degi kvölds og morgna og þær eru oft langt frá bænum.


Þegar hún kemur að Hafravöllum afhendir hún Rúnu pakkann.

Rúna býður Siggu auðvitað inn og spyr frétta.

-Ertu ekki svöng, vinan, eftir að ganga svona langt?

Svo kemur hún með fullan disk


-- af hafragraut.

Sigga þorir ekki að segja Rúnu að hún borði aldrei hafragraut því henni finnist hann sov vondur.

Rúna þarf að bregða sér fram. Þá tekur Sigga snögga ákvörðun:

Hún hellir öllum hafragrautnum í svuntuvasann sinn.

Þegar Rúna kemur inn aftur er diskurinn tómur.

Óðamála segist Sigga þurfa að flýta sér heim, og ætlar að standa upp.

Auðvitað sér Rúna að ekki er allt með felldu.

Hún getur ekki annað en brosað þegar hún sér grautinn byrja að drjúpa úr vasanum á gólfið.

-Þú hefðir nú bara átt að segja mér, Sigga mín, að þig langaði ekkert í graut.

Rúna þvær úr svuntunni hennar Siggu,

og hengir til þerris alveg við eldavélina þar sem hún þornar mjög fljótt.

En meðan Sigga bíður fær hún eins margar kleinur og hún getur í sig látið.

Hún fær meira að segja þrjár kleinur í svuntuvasann til að hafa í nesti á heimleiðinni.

Hún á að skila bestu kveðju til mömmu sinnar frá Rúnu.

Sigga ætlar svo sannarlega að læra að baka góðar kleinur þegar hún verður stór.

--ooOoo--