ISBN 9979-895-36-5

Í HRINGI

 

Ég keyri strætó. Fjölskyldufaðir með þrjú börn. Konan mín vinnur hálfsdagsvinnu. Ég kann ekki illa við vaktavinnu, - gefur betra kaup.
Ég hef útvarpið oftast á þegar ég er að keyra. Ég fór að hugsa um konuna mína og börnin allt í einu, því þeir voru að spila gamalt dægurlag:

... því konan mín heima
og krakkarnir átta
þau kunna að rífast og þrátta..

Konan mín rífst aldrei. Hún bara segir sína meiningu. Er ekkert a verja hana en veit a hn er rtt.

... og svo á ég kærustu á Kúbu .. (það er sko sjóari sem syngur)
og kannski svo aðra í Höfn.
Því meira sem ferðunum fjölgar
ég forðast að muna þau nöfn,
því konan mín heima
og krakkarnir átta
þau kunna að rífast og þrátta.

Fyndið.

Strætóbílstjórar geta víst ekki átt kærustu á tímajöfnunarstöðvum lengur.
Það var hægt á Sogarmýri-Rafstöð fyrir mörgum árum. En ekki lengur.. Það er ekki tími.
Sjómenn, svona farmenn, hljóta að vera afslappaðir menn.

Ég á gáfaða konu. Hún er stúdent og vinnur á skrifstofu.
Uppáhaldsmáltækið hennar er (þegar hún er að stríða mér):

man tjeises a görl önntill sí katses himm -- (Ég kann sko ekki að skrifa þetta á ensku (þetta er sko enska), en það hljómar svona.)
Hún segir að það þýði: Karlmaður eltir stúlku þar til hún hremmir hann! Svo hlær hún og segir að það sé mér að kenna að hún hafi náð í mig, og þess vegna þurfi ég að vinna svona mikið.
Hún er yndisleg.

Ég keyri strætó í hringi. Ég fer ekki í Breiðholt.
Skrýtið með þetta Breiðholt. Þegar ég var lítill var ekkert Breiðholt. Er ég orðin svona gamall eða er Breiðholtið svona ungt? Asnalegt þegar maður segir við krakkana sína: -Hérna voru nú hestar á beit, þegar ég var strákur. Maður verður eitthvað svo karlalegur. Nú eru hér hús, sem minna helst á risastórar kommóður fullar af fólki; fjölskyldum eins og minni; karlar, konur, börn -- sumir kunna eflaust að rífast og þrátta.

Sumir segja tta bygg tta bygg tta bygg, og arf strt ekki a keyra eins langt til a skja hlass af flki. En g held a ttblisvandamli, ea strborgavandmli, s vegna ess a menn geta ekki lifa of tt saman. Betra a hafa ltil st einblishs sinni linni hvert en tugi fjlskyldna einum h-kassa.

Breiðholtið er á stærð við meðalpláss úti á landi. Sá er munurinn að í Breiðholtinu er engin höfn, bara strætó, sem keyrir í hringi, keyrir menn í vinnuna, og heim aftur úr vinnunni. Nema auðvitað þessa á bílunum: Klukkan 7 og 8 og 9 á vetrarmorgnum verður Breiðholtsbrautin eins og samfelld perlufesti bílljósa, sem hlykkjast hlykkjast hlykkjast í vinnuna.
Allir góðu samviskusömu Breiðhyltingarnir að fara í vinnuna sína.

Skrýtið hve margir búa á þessum litla bletti þar sem ekkert er gert nema sofa og horfa á sjónvarp og svoleiðis, eða þannig. Engin höfn, engir bátar við bryggju. Svefnbr. Ég er stundum að velta því fyrir mér hvort Breiðhyltingarnir þyrftu ekki bara að hafa sér þingmann. Þeir eru jafn margir og íbúar í meðalplássi úti á landi. Bara svona einmenningskjördæmi.

Æ, kjördæmaskipun er víst ekki mitt próblem. Látum þessa vísu menn um það mál.

Ég keyri strætó, stoppa ef bjallan segir bing, fer á stað aftur, lít á klukkuna, gef skiptimiða. Ég kann bara vel við vaktavinnu, en það er kannski ekki rétt að keyra strætó í hringi allt sitt líf.
Allan daginn sé ég fólk sem streymir inn að framan og út að aftan, en þó hitti ég aldrei fólk.
Stundum liggur mér við að halda að kindur séu persónulegri en strætófarþegar. Ég hef látið mér detta í hug í fúlustu alvöru að verða bóndi. Hætta hjá strætó og fara að búa. Í alvöru.

-Afturhvarf til náttúrunnar eins og Rússó sagði, segir konan mín.

Hugsið ykkur hversu þroskandi þetta yrði fyrir börnin að vinna með foreldrum sínum allan daginn. Maður myndi kenna þeim á dráttarvélarnar löngu áður en þau hefðu aldur til. Þau myndu sko læra að vinna. Ég hugsa að það sé gott að vera bóndi. Keyra í Volvó. Geta ekki farið á hausinn, því þeim er alltaf reddað. Hinir borga bara hallann á framleiðslunni. Framleiða mat. Heimsins besta lambakjöt. Skrýtið samt hvað það er mikið af þessu fita og bein. Konan mín vigtaði einu sinni ruðurnar og sagði mér að helmingurinn af súpukjötinu væri óæti: fitukleprar, spik, bein, tægjur; -- færi í ruslið. Helmingurinn.
Kannski er þetta bara ekki heimsins besta kjöt? Einhverra hluta vegna var ekki einu sinni hægt að selja það í hunda- og kattamat.

-Litlu sætu lömbin trítla á hálu klaufunum sínum, sagði konan mín svo, -misþyrma viðkvæmum gróðri landsins, -- við fáum þjóðlegan hreim í röddina þegar við tölum um blessað fjallabragðið! - Fjallalömb! Þetta eru vegkantalömb! Þau kroppa og kroppa -- þau naga fjallkonuna, og safna spiki, sem við hendum svo í öskutunnuna.  Einu sinni voru furklslmb, t en me fallunga af spiki.
Konan mín var bara orðin æst.
Ég held að hún sé efni í þingmann. Þegar hún tekur svona þjóðfélagsumbótarispur er hún bráðskemmtileg.

Af hverju skyldum við annars vera að borga mönnum fyrir að vera þarna í sveitasælunni? Þeir hlusta á fuglasöng meðan við heyrum ískur í bremsum, þeir hafa árnið meðan við höfum umferðarnið. Þeir þurfa ekki að taka strætó í vinnuna né heldur leita að bílastæði. Ég hef hugsað um þetta í fúlustu alvöru að gerast bóndi.

Kannski borgar sig fyrir okkur að hafa þá þarna uppi í sveit. Annars kæmu þeir allir í bæinn og vildu fá vinnu, t.d. við að keyra strætó?

Þetta dreifbýlisvandamál er atvinnuleysisvandamál en ekki rómantík. Annað hvort: jafnvægi í byggð landsins eða fleiri Breiðholt. Við vorum að tala um þetta, konan mín og ég.

Ég verð nú samt að viðurkenna að firðir í eyði eru fallegri en firðir í byggð. Það er ekki gaman að heyra fréttir af olíu og grút sem er að drepa fugla í flæðarmálinu.

Kannski ætti ég að fá mér gróðurhús? Gúrkur? Tómata? Blóm?

Hver segir að blóm séu bara ónauðsynlegur hégómi? Fyrst við flytjum inn blóm, táknar það að einhver vill borga fyrir að fá þau. Beinhart markaðslögmál. Sumir eru að æsa sig yfir að við flytjum inn blóm, en þeir hinir sömu vilja endilega að flutt sé inn kaffi. Menn voru í fyrstu að æsa sig yfir dönsku kökubotnum en keyptu samt enskt kex. Sumir vilja horfa á blóm, sumir vilja fá sér kaffisopa. Beinhart markaðslögmál meðan menn vilja borga. Annað er róandi, hitt æsandi, og menn vilja borga.

Við erum sko sammála um það, konan mín og ég.

Sumir vilja láta flytja inn margar tegundir af bjór -- og við sem höfum heimsins bestu mjólk til að drekka, framleidda (að vísu) úr erlendum kjarnfóðurblöndum og heyi ræktuðu með erlendum áburði, og slegið með innfluttri sláttuvél aftan í innfluttri dráttarvél, sem gengur á rússneskri arabaolíu. Æ, það er þá kannski alveg eins gott að flytja bara inn bjórinn.

Ætti ég kannski að spá í kúabú? Reyna að fá kvóta. Kýr eru ákaflega notaleg dýr.

Svo a fara a mynda Strijuruneyti og verur jarsporti fisker og bskapur aeins ein smdeild, og kannski litli inaurinn lka. Allt arf a vera svo strt essu litla landi nema Landbnaarruneyti og Sjvartvegsruneyti. au mega smkka og gleypast lframleisluna.

Óarðbæra fjárfestingin bara á lánum -- óhagkvæma framleiðslan niðurgreidd.
Svo er bara að gera kröfur og skammast yfir að fá ekki sína sneið af kökunni. Tala um mannsæmandi kjör og svoleiðis.

Væri ekki annars stórkostlegast: Framleiða heimsins besta bjór úr heimsins besta vatni, og verða ríkur?

Neinei - má kannski ekki brugga til slu nema me leyfi og strngu gaeftirliti.

Mannsæmandi? Hvað meinum við með mannsæmandi? Konan mín var einmitt að tala um það um daginn. Hún er sko í JC og talar um hlutina: Er það mannsæmandi að lifa á lánum?

Er það mannsæmandi að vera ein skuldugasta þjóð veraldar? Er það, sem við köllum mannsæmandi líf, að nota meiri og meiri peninga í meira og meira bruðl, kaupa meira og meira drasl, sem við getum vel verið án? Heimta og heimta?

Raunar var það nú Marshallhjálpin sem dró okkur uppúr aumingjaskapnum á sínum tíma. Við eru voðalega dugleg, en ég er ekki viss um að við séum voðalega skynsöm.

Hvað er mannsæmandi líf?

 

Ég er að komast niðrá Torg.
Ég ætla að fá mér kaffisopa með strákunum.

Ég keyri í hringi þar til ég fer af vakt.

Ég rífst aldrei við konuna mína. g er svo vel giftur. Heppinn karlmaur.
Ég á ekki kærustu á Kúbu. Ég á þrjú börn. Þau þurfa að borða og eitthva fleira ttina.

 

-- oo 0 oo --