MUMMI

ISBN 9979-895-56-X

Hvers vegna var hann Mummi alltaf svona rólegur og yfirvegaður, hvað sem á gekk?


Ekki var hægt að segja það sama um skapið í honum pabba hans.

Karlinn hafði enga sjálfstjórn.
Ef Mummi hlýddi ekki, lamdi pabbi hans hann oft.

Einu sinni vildi það óhapp til að kálfur losnaði úr stíunni sinni.

Kálfurinn stökk beint út um opnar fjósdyrnar.


Fátt er kátara en kálfur sem sleppur úr fjósi eftir langa inniveru.
Í vímu nýfengins frelsins hugði kálfgreyið ekki að sér og stefndi beint í fjóshauginn.

Karlinn varð nú alveg æfur af reiði. Hann öskraði og lamdi út í loftið.
Sem betur fór náði hann ekki til káfgreysins sem sat nú gersamlega fastur í haugnum

-Farðu út í fjóshauginn, strákur, öskraði karlinn, -og lemdu kálfskrattann með þessari spýtu þangað til hann fer uppúr.
Hann sagði ýmislegt fleira sem ekki er eftir hafandi.Mummi vissi vel að hann gæti sjálfur fengið að kenna á spýtunni ef hann færi ekki strax.

Hann s a eitthva var a gera til bjargar skepnunni.


Mummi, fór, ja, óð út í fjóshauginn að skjálfandi skepnunni.

Mummi lagði frá sér spýtuna og talaði róandi til kálfsa.


-Lemdu, kálfskrattann, segi ég!, öskraði karlinn.


-O, ætli þetta gangi ekki bara svona, pabbi, svarar Mummi ofur rólega.


En í rauninni er nú hægara sagt en gert að fá hræddan kálf til að bakka út úr fjóshaug.Hægt og hægt tekst Mumma að fá kálfinn til að mjakast út úr haugnum.En a tk langan tma.


 

Við komum kálfinum að lokum inn í fjós aftur.
Hann komst í stíuna sína.

Og Mummi fór í fótabað í bæjarlæknum.

Mummi hélt áfram vinnu sinni eins og ekkert hefði í skorist.
Pabba hans var eitthvað runnin reiðin.
Löngu seinna spurði ég Mumma hvers vegna hann væri alltaf svona rólegur og ákveðinn hvað sem á gengi.

Hann svaraði:-Hún amma mín sagði alltaf: Gjörðu ætíð það sem samviska þín segir þér að sé rétt. Þá muntu öðlast ró í lífinu.

-- oo 0 oo --