ISBN 9979-895-68-3

 

 

VINUR FÍLSINS

 

 

Andri litli situr úti í glugga.
Hann horfir á krakkana úti.
Andri er hræddur við hrekkjusvín.
Hann þorir ekki í skólann.
Hann er hræddur úti í frímínútum.

-Hvaða vitleysa, segir Þorgerður. -Út með þig, krakki.

Krakkar hafa gaman af að stríða Andra og hrekkja --- einfaldlega vegna þess að það er svo gaman að hrekkja þá sem eru hræddir.

Snögglega verður breyting á:

Andri sér mynd af indverskum dreng sem situr á fíl.
Andri ímyndar sér að hann eigi fíl fyrir vin. Hver ræðst á þann sem á stóran stóran fíl sem verndar hann fyrir hrekkjusvínum og annarri heimsins vonsku?
Ekkert hrekkjusvín er svo harðsvírað, að það ráðist á Andra nú.

Krakkarnir höfðu mikið gaman af að stríða Andra og hrekkja einfaldlega vegna þess að það er svo gaman að hrekkja þá sem eru hræddir.
Nú er ekkert gaman að hrekkja Andra lengur. Hann er alveg sallarólegur og öruggur.
Hrekkjusvínin bara botna ekkert í þessu.

 

*******

ps

veistu: sagan er ekki lengri.
Andri er ósýnilega fílefldur.

*******