Draumahúsið

ISBN 9979-895-73-X
sýnd í Sjónvarpinu, Stundinni okkar, í flutningi höfundar Guðrúnar Kristínar Magnúsdóttur.

og ennfremur útgefin 1983

Hér eru tvö kanínukríli. Annað er karldýr og hitt er kvendýr. Þau eru ofsalega skotin hvort í öðru --- eins og þið sjáið.
Jæja, en hefurðu gaman af ævintýrum?
Viltu þá heyra kanínuævintýri um þau?

 

Kvöld eitt þegar kanínukrílin voru úti að ganga komu þau auga á auglýsingu uppi á vegg. Þetta var einhvers konar auglýsing um sýning á alls kyns töfrabrögðum. En þau kunnu ekki að lesa.
-Sjáðu!, sögðu þau bæði í einu. -Sjáðu bara holuna sem þessi býr í!
Eigum við kannski, hmmm, -- eigum við að fá okkur svona íbúð?
Þau voru ekki lengi að hugsa sig um: -Já, það skulum við gera.
Þá var það ákveðið!

 

 

En það ætlaði ekki að reynast auðvelt að finna pípuhatt.
Jafnvel í hattaroki -- þegar alls konar hattar voru fjúkandi um allt -- gátu þau ekki komið auga á neinn, eins og þau ætluðu að fá sér.
Þangað til einn góðan veðurdag! Haldiðið að þau sjái ekki draumahúsið sitt --- að vísu á hvolfi.
Einhver fínn herramaður var með það. Greinilegt að hann komst ekki allur inn. Gat aðeins troðið eyrunum inn í það.
Þau horfðu á það eins og dáleidd. Það var dásamlegt. Tinnusvart og gljáandi.

 

 

 

Nú var að duga eða drepast. Þau höfðu aldrei fyrr komið inn í mannaholu.
Hugurinn ber þau hálfaleið og þau læðast á eftir manninum inn í forstofuna.
Þeir sem vilja eignast fallegt hús verða töluvert á sig að leggja. Það er nú einu sinni lífsins lögmál.

 

Og þarna hangir þá þá uppi. Skínandi fagurt -- en svo hátt hátt uppi í dauðu gljándi tré! Ó, hve þetta er spennandi.
En hvað?! Þau stirðna upp af hræðslu. Refur?
Hvað er hann að gera hérna?
Aha! Svo sjá þau að þetta er bara steindauður refur. En þau voru lengi að ná sér eftir hræðsluna.
Nú þarf að hafa hraðann á.

 

 

Aldrei fyrr hef ég vitað til þess að kanínu geti verið svona handfljótar.
Einn, tveir og þrír og út með hattinn.
Hí hí da dí da dí !!
Sem betur fer mæta þau engum á leiðinni út.

 

 

Da í, da dæ !!
Þau eru fyrir löngu búin að ákveða hvar nýja heimilið þeirra á að standa:
Auðvitað hér.
Fallegt útsýni, fáfarinn staður í skjóli blóma.
En meira að segja blómin voru alveg hissa.
Þau höfðu aldrei séð svona nokkuð fyrr.
-Er þetta máski strompur, sem spýr reyk og sóti? Það er greinlega reykjarlykt af honum.
-Æ! Skyldu nú nokkrar flugur og fiðrildi þora að koma hingað til að sjúga hunangið okkar?

 

 

Og þið hefðuð átt að sjá svipinn á hinum kanínunum þegar þær sáu nýja húsið.
Þær tóku hreinlega andköf!
Aldrei höfðu þær séð annað eins -- nema bara á mynd.

Mmmmm mmmm, hve lífið getur verið dásamlegt!
Eftir 30 daga eignuðust þau átta fallega mjúka unga.
Þið eruð kannski að velta því fyrir ykkur hvernig tíu kanínur komist fyrir í einum pípuhatti.
En það hefur alltaf verið og verður alltaf leyndarmál.
Og ef þið eruð að velta fyrir ykkur hvernig tvær kanínur geta allt í einu verið orðnar að 10 kanínum -- þá er það alveg leyndó.

 

 

 

Í ævintýrum gerist stundum eitthvað óskaplegt:
Haldiðið að tveir strákar hafi ekki farið að álpast þar um?
Allar kanínur hlupu í holurnar sína. Það var ekki að vita nema að þetta væru einhverjir vondir byssukarlar. Mönnunum er nefnilega aldrei treystandi.
Það fyrsta sem strákarnir komu auga á var auðvitað svartgljáandi pípuhatturinn.
-Sjáðu, maður! Sjáðu þetta! Einhver hefur týnt pípuhattinum sínum! Hérna?!
Þetta var skelfileg stund fyrir kanínurnar okkar. Fyrst var það eins og hræðilegur jarðskjálfti.
Svo æpti annar strákurinn upp -- af hræðslu. Honum brá svo. Strákarnir urðu svo fálkalegir á svip að ég er viss um að þið hefðuð skellt upp úr ef þið hefðuð bara séð þá.

 

 

Svo stömuðu þeir hvor upp í annan: - Þe... þe.... þetta er töfrahattur! Sástu maður? Þa.... þa..... það koma kanínur upp úr honum!
-Þá förum við bara með hann heim. Þú selur miða og ég sýni töfrabrögð -- galdra kanínur upp úr honum!
Kanínurnar sjá nú að þeim er ekki til setunnar boðið. Það er ekki um annað að ræða en að flýja -- stökkvar út: 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9 og 10.

 

Æ, æ! Ó, ó! Fallega svarta kringlótta húsið okkar farið. Og við sjáum það víst aldrei aftur. Kanínupabbi og kanínumamma horfa hvort á annað: -Ætli ungarnir okkar fari nú ekki að gráta?

Ekki má láta ævintýrið enda svona. Hvað finnst þér?
Eigum við ekki heldur að láta það enda vel?
Við skulum bæta við það:

 

-Húrra! Laus úr hattinum!
-Híhíhíhí!! Laus úr hattinum!!!!
Ungarnir stökkva í allar áttir skríkjandi af ánægju: -Hæ, hæ og hó hó! Við erum laus úr hattinum!

 

-Þetta var nú ofsalega fallegt hús, sem við áttum þótt það væri dálítið erfitt að þurfa alltaf að hvolf því í rigningu og snúa því svo aftur við þegar sólin for á skína. -- En það var vel tilvinnandi.
Nú skulum við bara finna okkur venjulega kanínuholu til að búa í.
(Kanínumamma á nefnilega von á mörgum mörgum nýjum ungum á morgun eða hinn.)

-- oo 0 oo --