Palli og englabjallan 9979-895-26-8

PALLI  OG  ENGLABJALLAN

Palli hlýtur að fara að koma niður í geymslu að ná í jólaskrautið, því nú
nálgast jólin óðum.
Englabjallan er orðin óþolinmóð

.

-Æ, hve það er leiðinlegt að vera geymdur hér í draslageymslunni nærri því
allt árið, segir hún.
Mér finnst ég ekki gera nóg gagn. Það heyrist í mér ,gling gló", þegar
Palli setur mig upp á hillu fyrir jólin, og aftur ,gling gló", þegar Palli
tekur mig niður eftir jólin.
Þar með upp talið.
Tilgangslaust.

-Ég vil vera einhverjum til góðs, Kertasníkir. Ég vil vera hjá Palla allt
árið, en ekki aðeins á jólunum.

-Iss, svarar Kertasníkir. -Mér finnst þetta svo ágætt. Ekkert að gera allt
árið nema á jólunum: Sníkja og hrekkja !
Það væri líka asnalegt að sjá mig standa uppi á hillu um hásumar og sníkja
kerti

 

-Veistu hvað hann Bjúgnakrækir bróðir minn gerir á jólunum?
Hann stelur öllum bjúgunum frá fólkinu, og þegar það ætlar að fara að borða,
finnur það
engin bjúgu, maður!

-Ha? Stelur bróðir þinn? spyr englabjallan.
-Það má ekki stela.

-Og Kjötkrókur bróðir stelur öllu jólahangiketinu, maður.

Og Skyrgámur bróðir át einu sinni allt skyrið sem hann fann, svo krakkarnir
á bænum fengu engan eftirmat.
Það var nú snjallt hjá honum.

-Hvað sagði hún mamma ykkar, Kertasníkir? Hvers konar uppeldi hafið þið
eiginlega fengið?

-Ertu að meina, englabjalla, að þú þekkir ekki hana mömmu mína? spyr
Kertasníkir og hlær.


-Þegar Gluggagægir bróðir gægðist einu sinni á gluggann í stofunni um jólin,
og hræddi alla svo að þeir misstu jólamatinn sinn í gólfið, og ...


... Askasleikir bróðir náði í alla askana og sleikti allan jólamatinn úr
þeim, þá hló mamma svo mikið að hún missti pokann með öllum óþekku krökkunum
svo þau sluppu öll út!


-Kertasníkir þó! Poka með börnum í?
Um hvað ertu að tala?

-Hefurðu ekki heyrt grýlusögur?
Þær eru búnar til til þess að hræða krakka til hlýðni.

Englabjallan er orðlaus. Hún hefur aldrei heyrt þvílíkt og annað eins.Geymsludyrnar opnast. Það er Palli.
Hann ætlar að fara að ná í jólaskrautið sitt og skreyta fyrir jólin.

Palli er kominn í jólafríið. Hann er einn heima. Litli bróðir er í
leikskólanum, pabbi og mamma eru í vinnunni. Þau þurfa að vinna fyrir
peningunum.


Þau kaupa áreiðanlega dýra jólagjöf handa Palla.
Vitiðið hvað er á jólagjafaóskalistanum hans Palla:
10-gíra hjól - og ekkert annað.

En hvað á Palli að gefa pabba og mömmu?
Eitthvað rosalega dýrt og flott.

-Nú, segir Kertasníkir. -Bræður mínir stela nú bara því sem þá vantar.


-Einu sinni stal Pottasleikir bróðir öllum jólagrautnum úr pottinum,

og

þegar vinnukonan kom fram í eldhús, hélt hún að strákurinn á bænum hefði
borðað grautinn. Hún tók í strákinn og sagði:
-Hvað á að gera við strákaling?
Sting'onum ofna í kolabing,
lok'ann út'og lemj'ann
lát'ann bola bít'ann.
Svo lamdi hún strákinn og lokaði hann úti, maður. Grýla mamma mín og
Pottasleikir hlógu ferlega, og svo setti mamma strákinn í pokann sinn.

Englabjallan heftur aldrei fyrr heyrt grýlusögur, og getur ekki orða
bundist:

-Kertasníkir þó! Dettur ykkur ekkert í hug nema eitthvað ljótt? Hrekkja,
hræða, stela?
-Ljótt? Hvað er það? spyr Kertasníkir.
-Þú átt að þekkja mun á góðu og illu, minn kæri jólasveinn.
-Mun á góðu og illu? Hvernig þá?
-Kertasníkir! Þú ert alveg vonlaust fyrirbæri.
- Ert þú nokkuð vonlaus engill?


-Palli! PALLI ! Hvert ertu að fara?


Hvað ætlar hann að fara að gera?

Ég fer með honum.
Ég elti hann.
Hann var að hugsa um að gefa mömmu sinni eitthvað dýrt og flott en hann
hefur enga peninga fyrir því.

Það eru til miklu skemmtilegri gjafir - og verðmætari - en þetta dót sem
hægt er að kaupa í búðunum fyrir peninga.


Palli tekur strætómiða og fer út.
Engillinn eltir hann.


-Palli. Hvað ertu að gera í þessari búð? Þú ert ekki með neina peninga til
að borga með.

Hvað var það fyrir þig?, spyr afgreiðslustúlkan.
Palli stamar:
-É, ég er bara að sko-skoða - kökudiska.
-Þessi kostar 2000 krónur, góði.

Palli fer út úr búðinni í ógurlega vondu skapi.

-Palli, segir englabjallan, -ég veit hvað þú skalt gefa mömmu þinni, sem hún
hefur miklu meira gaman af en öllu þessu dóti í búðunum.

Komdu nú heim aftur.Í strætó á heimleiðinni hvíslar englabjallan öllum hugmyndunum sínum að Palla.
Nú glaðnar heldur en ekki yfir honum.

Þegar heim kemur hefst Palli handa með blöð, pappa og liti.
-Kertasníkir, segir englabjallan, -þú átt að lýsa Palla með jólakertum,
meðan hann útbýr jólagjafirnar.


-Ég vil ekkert hjálpa, svarar Kertasníkir. -Ég vil ekkert gera gagn. Ég
vil bara sníkja kerti.
-Jú, gerðu það jólasveinn minn, - fyrir mig.
-Jæja þá.

Palli klippir út pappajólatré handa pabba. Það getur staðið sjálft þegar
þessir tveir hlutar eru settir saman. Sjáiðið? Það er klippt upp í og
hlutunum svo smeygt hvorum inn í annan.

Hvað skyldi svo standa í bréfinu til pabba?
Alveg leyndó!

-Iss, segir Kertasníkir. -Litli bróðir getur nú alveg farið í jólaköttinn.
Hann er svoddan skemmdarskrín.
-Skammastu þín, Kertasníkir. Hann er bara óviti. Við erum alveg búin að
ákveða hvað litli bróðir á að fá. Það er komið í þennan pakka.
Á jólunum eru allir vinir -- líka Palli og litli bróðir.


Inni í hólknum er jólagjöfin til litla bró.


-KERTASNÍKIR !! Kertasníkir þó ! Þú hellir vaxi yfir bréfið til mömmu.
Gastu ekki verið góður pínulítið lengur?

Þurfa íslensku jólasveinarnir
alltaf að vera að krekkja og stríða?
Eins og Palli var búinn að vanda sig!


Nú hlær Kertasníkir, skömmin.

-Ég veit ráð, Palli, segir englabjallan. -Þú þrýstir gömlum pening með
skjaldarmerkinu á í blautt vaxið.Gjöfin til mömmu skal vera fallegust af öllum.


Palli skrifar líka bréf til afa og ömmu og lætur í stóran pappakassa.
Svolítið fyndið: eitt blað í stórum kassa.
Þetta tekur allt langan, langan tíma, því hann það er ofsalega erfitt að
skrifa svona mikið.


Loksins, loksins, loksins kemur svo aðfangadagur.

Gjöfunum er raðað kringum jólatréð.
Palli hlakkar svo mikið til að sjá pabba og mömmu og afa og ömmu opna
pakkana frá honum, að hann tekur ekki strax eftir, -- að það er enginn
pakki til hans frá þeim.

Hvernig stendur á því?

Kertasníkir ætlar að rifna úr hlátri:
-Palli fer í jólaköttinn!
Palli fer í jólaköttinn!
Palli fer í jólaköttinn!
Palli fer í jólaköttinn!En allt í einu fer rafmagnið. Alls staðar verður kolniða myrkur.

Englabjallan, sem er fljót að átta sig, segir: -Palli, kveiktu á kertunum
hans Kertasníkis og farðu með hann fram í eldhús til mömmu, og láttu
Kertasníki lýsa henni þangað til rafmagnið kemur.

Mamma er að sjóða jólagrautinn.
Farðu niður í geymslukompu og náðu í ferðalagagastækið, svo hún geti látið
grautinn malla áfram.-Ég vil ekki gera gagn. Ég vil ekki hjálpa.

-Jú, Kertasníkir. Nú lýsir þú mömmu þangað til rafmagnið kemur aftur.

Mikið verður mamma kát, þegar Palli kemur með kertaljós handa henni.

Og gastækið!

 


Eftir kvöldmat á aðfangadagskvöld fara allir að taka upp pakkana. Afi og
amma eru alveg hissa: stór kassi frá Palla - en laufléttur!
Skyldi hann vera tómur?

Þau opna.


Í kassanum er stór miði, heilt stílabókarblað, og á því stendur:

Gleðileg jól
elsku afi og amma
Jólagjöfin til ykkar frá mér
er að sendast alltaf fyrir ykkur
út í búð á föstudögum
hvernig sem viðrar.

Afi er lengi að lesa þetta. Þetta voru líka svo erfið orð. Palli var
ógurlega lengi að skrifa þetta líka, og ekki von að öll orðin væru rétt
skrifuð.

Þessa jólagjöf eru afi og amma nú ánægð með, og þakka Palla sínum innilega fyrir.


Í pakkanum til litla bró er gamli brunabíllinn hans Palla.


Litli bróðir er svo hrifinn af brunabílum.


Pabbi opnar sína gjöf. Þetta stendur á blaðinu:

Gleðileg jól
elsku pabbi minn

Ég ætla alltaf að moka snjóinn af stéttinni
frá Palla

Pabbi kyssir Palla innilega.
Þetta var nú góð jólagjöf.

Mamma tímir varla að opna fallega bréfið með vaxinnsiglinu. Hún ákveður að
klippa á bandið til þess að skemma ekki innsiglið.


Og hvað stendur í bréfinu til mömmu?:

Gleðileg jól
elsku mamma mín
Ég ætla alltaf að hjálpa þér
að leggja á borðið og þvo upp.
frá Palla

Mamma knúsar
Palla sinn.
Betri jólagjafir er vart hægt að hugsa sér.


En nú fer pabbi út í bílskúr. Hvað haldið
þið að hann sé að sækja?

jólagjöfina handa Palla:

frá honum og mömmu,
afa og ömmu
og litla bróPalli trúir varla sínum eigin augum þegar pabbi kemur með splunkunýtt
10-gíra hjól inn í stofu.


Á þrettándakvöld segir Palli mömmu sinni að englabjallan eigi ekki að vera
eingöngu jólaskraut. Hún eigi alltaf að vera á hillunni við rúmið hans.
Englabjallan ætlar að hjálpa Palla þegar hann efnir jólaloforðin sín.

En Kertasníkir geispar ógurlega og segir:
-Úff!
Ég er nú alveg dauðuppgefinn eftir þessi jól.
Ég er búinn að vera allt allt of góður.
Ég verð feginn að hvíla mig og liggja í leti fram á næstu jól.
Góða nótt.

-Nei, heyru, Kert!, ekki fara!, segir Engla.  - Jl eru hjl og ar me allt ri, allan rsins hring. ert lka fnn sumrin minturslinni. g held a etta su allt eintmar bullsgur um brur na og Grlu.
Vertu hj mr uppi hillu allan rsins hring. Kannski ertu gu dulargervi, og mttu ekki bara vera stunginn svefnorni.

                    -- oo 00 O 00 oo --