ISBN 9979-895-14-4

 

Í meinum

 

 

Fingur mínir ortu ljóð við hörund hans, ljóð sem aðeins tilfinning hans mátti nema. Þau voru óður til fegurðar hans. Orð voru of gróf til að tjá, eyru of mannleg til að nema, ósagðar hugsanir spilaðar af fingrum fram.

 

 

Fingur mínir yrkja ljóð við hörund hans, lokuð augu mín gæla við bros hans, en aðeins í huganum -- Sumir gera allt í felum --.

Á hverjum nýjum degi leikur hugur minn við vanga hans og strýkur gegnum hár hans -- gott á húsfreyjan á Melum -- .

Orð eru of gróf til að tjá, jafnvel hugsun of höndlanleg. Svo tær, svo næm, svo sár, svo fíngeð er þrá sem hoppar af kæti.

 

 

Í eldinum brenni ég brúðarskóna. -- Sumir gera allt í felum.

 

- - o O O O o - -