Palli og englabjallan, framhald, sari hluti:

(fyrri hluti: Palli og englabjallan)

 

-Ég vil ekkert hjálpa, svarar Kertasníkir. -Ég vil ekkert gera gagn. Ég
vil bara sníkja kerti.
-Jú, gerðu það jólasveinn minn, - fyrir mig.
-Jæja þá.

Palli klippir út pappajólatré handa pabba. Það getur staðið sjálft þegar
þessir tveir hlutar eru settir saman. Sjáiðið? Það er klippt upp í og
hlutunum svo smeygt hvorum inn í annan.

Hvað skyldi svo standa í bréfinu til pabba?
Alveg leyndó!

-Iss, segir Kertasníkir. -Litli bróðir getur nú alveg farið í jólaköttinn.
Hann er svoddan skemmdarskrín.
-Skammastu þín, Kertasníkir. Hann er bara óviti. Við erum alveg búin að
ákveða hvað litli bróðir á að fá. Það er komið í þennan pakka.
Á jólunum eru allir vinir -- líka Palli og litli bróðir.


Inni í hólknum er jólagjöfin til litla bró.


-KERTASNÍKIR !! Kertasníkir þó ! Þú hellir vaxi yfir bréfið til mömmu.
Gastu ekki verið góður pínulítið lengur?

Þurfa íslensku jólasveinarnir
alltaf að vera að krekkja og stríða?
Eins og Palli var búinn að vanda sig!


Nú hlær Kertasníkir, skömmin.

-Ég veit ráð, Palli, segir englabjallan. -Þú þrýstir gömlum pening með
skjaldarmerkinu á í blautt vaxið.Gjöfin til mömmu skal vera fallegust af öllum.


Palli skrifar líka bréf til afa og ömmu og lætur í stóran pappakassa.
Svolítið fyndið: eitt blað í stórum kassa.
Þetta tekur allt langan, langan tíma, því hann það er ofsalega erfitt að
skrifa svona mikið.


Loksins, loksins, loksins kemur svo aðfangadagur.

Gjöfunum er raðað kringum jólatréð.
Palli hlakkar svo mikið til að sjá pabba og mömmu og afa og ömmu opna
pakkana frá honum, að hann tekur ekki strax eftir, -- að það er enginn
pakki til hans frá þeim.

Hvernig stendur á því?

Kertasníkir ætlar að rifna úr hlátri:
-Palli fer í jólaköttinn!
Palli fer í jólaköttinn!
Palli fer í jólaköttinn!
Palli fer í jólaköttinn!En allt í einu fer rafmagnið. Alls staðar verður kolniða myrkur.

Englabjallan, sem er fljót að átta sig, segir: -Palli, kveiktu á kertunum
hans Kertasníkis og farðu með hann fram í eldhús til mömmu, og láttu
Kertasníki lýsa henni þangað til rafmagnið kemur.

Mamma er að sjóða jólagrautinn.
Farðu niður í geymslukompu og náðu í ferðalagagastækið, svo hún geti látið
grautinn malla áfram.-Ég vil ekki gera gagn. Ég vil ekki hjálpa.

-Jú, Kertasníkir. Nú lýsir þú mömmu þangað til rafmagnið kemur aftur.

Mikið verður mamma kát, þegar Palli kemur með kertaljós handa henni.

Og gastækið!

 


Eftir kvöldmat á aðfangadagskvöld fara allir að taka upp pakkana. Afi og
amma eru alveg hissa: stór kassi frá Palla - en laufléttur!
Skyldi hann vera tómur?

Þau opna.


Í kassanum er stór miði, heilt stílabókarblað, og á því stendur:

Gleðileg jól
elsku afi og amma
Jólagjöfin til ykkar frá mér
er að sendast alltaf fyrir ykkur
út í búð á föstudögum
hvernig sem viðrar.

Afi er lengi að lesa þetta. Þetta voru líka svo erfið orð. Palli var
ógurlega lengi að skrifa þetta líka, og ekki von að öll orðin væru rétt
skrifuð.

Þessa jólagjöf eru afi og amma nú ánægð með, og þakka Palla sínum innilega fyrir.


Í pakkanum til litla bró er gamli brunabíllinn hans Palla.


Litli bróðir er svo hrifinn af brunabílum.


Pabbi opnar sína gjöf. Þetta stendur á blaðinu:

Gleðileg jól
elsku pabbi minn

Ég ætla alltaf að moka snjóinn af stéttinni
frá Palla

Pabbi kyssir Palla innilega.
Þetta var nú góð jólagjöf.

Mamma tímir varla að opna fallega bréfið með vaxinnsiglinu. Hún ákveður að
klippa á bandið til þess að skemma ekki innsiglið.


Og hvað stendur í bréfinu til mömmu?:

Gleðileg jól
elsku mamma mín
Ég ætla alltaf að hjálpa þér
að leggja á borðið og þvo upp.
frá Palla

Mamma knúsar
Palla sinn.
Betri jólagjafir er vart hægt að hugsa sér.


En nú fer pabbi út í bílskúr. Hvað haldið
þið að hann sé að sækja?

jólagjöfina handa Palla:

frá honum og mömmu,
afa og ömmu
og litla bróPalli trúir varla sínum eigin augum þegar pabbi kemur með splunkunýtt
10-gíra hjól inn í stofu.


Á þrettándakvöld segir Palli mömmu sinni að englabjallan eigi ekki að vera
eingöngu jólaskraut. Hún eigi alltaf að vera á hillunni við rúmið hans.
Englabjallan ætlar að hjálpa Palla þegar hann efnir jólaloforðin sín.

En Kertasníkir geispar ógurlega og segir:
-Úff!
Ég er nú alveg dauðuppgefinn eftir þessi jól.
Ég er búinn að vera allt allt of góður.
Ég verð feginn að hvíla mig og liggja í leti fram á næstu jól.
Góða nótt.

-Nei, heyru, Kert!, ekki fara!, segir Engla.  - Jl eru hjl og ar me allt ri, allan rsins hring. ert lka fnn sumrin minturslinni. g held a etta su allt eintmar bullsgur um brur na og Grlu.
Vertu hj mr uppi hillu allan rsins hring. Kannski ertu gu dulargervi, og mttu ekki bara vera stunginn svefnorni.

                    -- oo 00 O 00 oo --