HREKKJUSVÍN OG LJÓSASTAURAR

ISBN 9979-895-21-7

(sýnd í Sjónvarpinu, Stundinni okkar, í flutningi höfundar Guðrúnar Kristínar Magnúsdóttur).

 

Tóti hefur ekkert að gera. Hann bara hjólar og hjólar allan daginn.

Og
ég skal segja ykkur nokkuð: Hann Tóti er nú eiginlega hrekkjusvín !
 

Það eina sem hann getur fundið sér til að gera, er að hrekkja og skemma.

 

En nú fer hann að spyrja eftir Gulla.
-Máttu koma út að hjóla?
-Ja, segir Gulli vandræðalega, -það er nú sprungið á hjólinu mínu. En getum við ekki farið að gera eitthvað annað?

-Ég er búinn að reyna að pumpa í það, segir Gulli, -en það er alver tilgangslaust. Kannski er það ventilgúmmíð.

-Ventilgúmmí ! segir Tóti. -Hvers konar forngripur er þetta?
Hey!, segir Tóti þegar hann rekur augun í málnigardósir og pensla. -Eigum við ekki að mála bílskúrshurðina hjá þér, Gulli? Hún er svo ferlega ljót. Svo verður gaman að sjá framan í pabba þinn í kvöld, maður!

En Gulli vill ekki mála nema spyrja mömmu sína fyrst, hvort þeir megi það:

-Nei, neinei! Það verður eintómt sull. Hann pabbi þinn ætlar að mála hurðina einhvern tíma þegar hann má vera að.
Þið megið þá horfa á, ha?
Fariðið nú út að leika ykkur.

-Hvað eigum við að koma að gera?, spyr Gulli.

-Ég veit nú ekki, svarar Tóti.

 

Í sandkassanum eru smábörn að leika sér. Þau eru svo ánægð að byggja sandkastala og leggja vegi. En haldið þið að Tóti hafi ekki endilega þurft að hrekkja þau um leið og hann gekk framhjá?
Tóti er alltaf með smásteina í vasanum ...

... og hann skýtur steinum í allt hjá þeim.
Allt splundrast. Annað barnið fær sand í augað.
Þau hágráta.

   

Tóti vissi að tvær stórar stelpur eru að passa.

Þær koma nú all vígalegar og gera sig líklegar til að hefna ófara litlu krakkanna.

Tóti er fljótur að taka til fótanna.
Gulli hleypur auðvitað líka.
Tóti veit alltaf hvenær skynsamlegt er að forða sér.

Þeir fara nú hjá þar sem kona er að vökva garðinn sinn.

Hún tekur ekki eftir þegar Tóti prílar yfir girðinguna ...........

.... og skrúfar fyrir vatnið !

Fyrst verður hún hissa. Síðan bálreið, þegar hún sér Tóta skjótast út úr garðinum:
-Snautiðið burt, strákpjakkar!
Þið eigið ekki að vera að þvælast í annarra manna görðum.

. . . .

Tóti skellihlær: -Ferlega varð hún spæld, maður!
Í rauninni finnst Gulla þetta ofsalega fyndið.

framhald
(fyrir litlar tölvur, lítil módem vegna myndanna)
Hrekkjusvín og ljósastaurar
litlar myndir, síđari hluti