framhald síğari hluti

Það á greinilega ekki vel við Tóta að eigra um göturnar og hafa ekkert fyrir stafni.
Hann er greinilega alveg í vandræðum með kraftana.

-Nú veit ég !!!, segir Tóti allt í einu: -Komum að reyna að hitta ljósastaura! Það er allt í lagi því enginn á þá. Þá getur enginn skammað okkur.

Svo tínir hann steina upp úr vasa sínum og .....

... fer að henda í luktarstaur og mana Gulla til að reyna að hitta líka.

 

En þá er allt í einu kallað snöggt: -Tóti. Hvað ertu eiginlega að gera, drengur? Ætlarðu að stúta glerinu eða hvað?
Þetta er Sjöfn, stóra systir hans, sem er að koma heim úr vinnunni.
-O, skiptu þér ekki af því, svarar Tóti. En hann hættir nú samt við að henda fleiri steinum. -Þú átt ekkert í þessum staur, segir hann.


 

 

 

-Ó jú, góði minn, svarar Sjöfn. -Ég borga ljósastaurana og pabbi og mamma og allir í bænum.
Við borgum útsvar og það er notað til þess að lýsa gtöturnar, meðal annars.

Hvar er hjólið þitt eiginlega?
Þeir segja henni að sprungið sé á Gulla hjóli, pabbi hans megi aldrei vera að að fara með það í viðgerð.
-Þið ættuð nú að hafa tíma til að bæta eina slöngu. Þið hafið sko ekkert þarfara að gera.


Náið í Gulla hjól.

Sjöfn kennir strákunum að ná hjólinu af og slöngunni úr.
-Og ég skal láta ykkur vita það, segir hún, -að það er miklu meira verk að gera við luktarstaura, sem svona óvitar eins og þið eru að eyðileggja.
Haldiðið kannski að staurarnir vaxi upp úr jörðinni af sjálfu sér, eða hvað?


Til þess að finna gatið skulið þið svo pumpa í slönguna og sjá hvar loftbólurnar koma út. Þurrka svo vel. Rispa örlítið í kringum gatið, svo límið grípi betur.
Þrífið barðann vel að innan. Annars springur bara strax aftur.

 -Er límið þornað?
Þurfum við ekki aðeins að þynna kantana á bótinni?

Þá setjum við slönguna í

 

Það er bax að koma barðanum á gjörðina aftur.
Gulli, þú pumpar svo í.

Tóta sendir hún upp að leggja á borðið. -Þið verðið að fá ykkur eitthvað, áður en þið farið út, segir hún.
-Þvoðu þér, Tóti!, kallar hún á eftir honum

 

Tóti segir alltaf að Sjöfn systir hans sé frekja, og það getur nú svosem verið.
En hún kann að bæta.

Það liggur við að Gulli öfundi Tóta örlítið af að eiga svona systur.

-Svo skulið þið hjóla upp í nýja hverfið sem verið er að byggja, og þá getið þið séð, þegar verið er að setja upp ljósastaura.
Þið skiljið þá kannski, að það kostar fé og fyrirhöfn að hafa götulýsingu, kálfarnir ykkar.

 

-E, heyrðu, spyr Gulli hikandi, -eigum við að fara upp í nýja hverfið, ha?

Tóti svarar fýldur: -Við getum svosem gert það eins og hvað annað, en ekkert af því að Sjöbba systir sagði það.
Maður gegnir henni nú ekkert.

Auðvitað hlaut einhver að eiga luktarstaurana. Allir vita nú vel, að þeir vaxa ekki upp úr jörðinni af sjálfu sér.

 

 

 
----------------------------------------