Hrif, framhald (síđasti hluti, sögulok):

Það er sem þeysi huldusveinn um skóginn
sem hratt ríði huldusveinn um skóginn

Hratt ríður huldusveinn um skóginn

 

Skógurinn sem fax á álfafáki flaksi
- fax á vindóttum hesti flaksi -

Hripar döggin í votan svörð

Skynjar í brjósti sér unga þrá

Hratt ríður huldusveinn um skóginn

 

Fráum ríður huldufáki
Þýtur blær í bjarka laufi
Hugurinn sem öldurót
Brátt mun folinn fífilbleiki
ná á skófakletta
þar sem smalastúlka
úr mannheimum
stígur nettum fæti
í bryddum skóm
og skyggnist eftir ánum

Fölgrænn morgunn fæðist handan fjalla

Fölgrænn fæðist morgunninn handan fjalla

 

Hugfangin bíður smalastúlka
Fangin af þrá
og blíðum draumum
heilluð af sögum um aðra heima

Hratt ríður huldusveinn um skóginn.

 

Horfast í augu

Frýsar foli
hrímbleikur

Krafsar foli
fífilbleikur
óðfús að hlaupa
óðfús að hlaupa í álfheima

Máttu stíga á bak álfafáki,
stúlka litla?
Leitaðu að ánum !

Aldrei munu mannheimar þínir heimar
aldrei muntu mannheima aftur gista
ef stígurðu á bak þeim fífilbleika!

Hugur þinn sem öldurót

 

Frýsar foli óðfús að hlaupa
í álfheima.

Aldrei muntu mannheima aftur gista !
Smalastúlka !
Muntu mannheima aftur þrá ?

Hripar dögg
af bjarka laufi

Flaksar fax
á álfafáki

Blærinn hlær
í birkiskógi

Skýjabakki
á vesturhimni

 

Frýsar foli óðfús að hlaupa í álfheima

Hratt ríður huldusveinn um skóginn

 

Langt er til álfheima blárra hamra
Skeiðar sá bleiki með byrði dýra
Logar vesturhiminn und skýjabakka

Bláir hamrar uppljúkast
Heimfúsum hleypir sveinninn ungi
reiðskjóta fráum í hulduheima

 

Þar bíða gersemar gamalla sagna
sem amma sagði samlastúlku:
gersemar fjarri veruleika
óhöndlanlegar
hugarheimar
háir salir djásnum prýddir
álfadrottning
alls nægtir

Stiginn mun dans und skörðum mána

Lítil stúlka í bryddum skóm
stígur nettum fæti í hulduheima

Lítil stúlka úr mannheimum
í álfheima

Þar leikur huldudrengur sér
að kristalskornum

sem hripa úr greipum hans
eins og hverful von
sem fýkur með blænum yfir blómin.

Má snerta drauma?

Má huldudreng finna?

Má grípa
í hönd sér
ljúft
lokkandi tál?

Hvernig verða
hugarheimar
höndlanlegir?
veruleiki?

Ljúft er að njóta - hætta að hugsa -

er flauelsmjúkt húmið
kyssir geisla kvöldsins góða nótt
svo þeir slokkna í söltu ölduróti

----------------------------------------

 

 

- - o o O o o - -