saga um litlar hetjur hversdagsleikans       

Hvar voru hrossin í hríðinni?

ISBN 9979-895-20-9
sýnd í Sjónvarpinu, Stundinni okkar, í flutningi höfundar, Guðrúnar Kristínar Magnúsdóttur.

 

 

Það er óveðursnótt um hávetur. Hríðin gnauðar á glugganum heima í Kvos. Hve lengi getur eiginlega svona óveður staðið?

Gummi bróðir minn, sem er ári yngri en ég, sefur vært. Hann gerist nokkuð frekur á sængina, því kalt er í bænum í svona roki. 

En það er ekki þess vegna sem ég get ekki sofið:

Ég er að hugsa um hestana okkar frammi á dal.
Hvernig hefur þeim reitt af í þessu aftakaveðri?

Góðu veðurguð, látið veðrið fara að ganga niður.

Ég verð að reyna að sofna. Ég veit að ekkert er hægt að gera fyrr en birtir og degi og veðrinu slotar. Ég verð að sofna til að geta verið dugleg í fyrramálið.

En ég held áfram að hugsa. Ég hugsa um trippið mitt sem amma gaf mér af því að ég var svo duglega að verða læs.
Einhvern tíma verður hann reiðhesturinn minn.

Ég ætla að nefna hann Snerri af því að hann er svo snar og óstýrilátur.

Pabbi er farinn út þegar ég svo vakna aftur.

Sigga litla sefur enn. Hún sefur á milli mömmu og pabba í stóra rúminu. Alltaf sefur hún best í roki, hún Sigga.

Fjárhúsin hefur nær fennt í kaf í nótt.

Aðeins sér á stórgrýti og klappir þar sem ekki festir snjó.
Svo stóran skafl hefur dregið fyrir hlöðugaflinn að hægt væri að ganga upp á þakið og renna sér svo ofan, beint á kaf í skaflinn.

Snerrir. Hann á að heita Snerrir.

Bræður mínir segja að það gefi ekkert af sér að eiga hest. Þeir vilja frekar eiga kindur. En mér er alveg sama. Ég á líka að fá kálf undan Skjöldu. Ég get alveg mjólkað Skjöldu gömlu alein.

Amma og Þórður bróðir sofa uppi á lofti. Mamma er búin að vekja Þórð. Hann þarf að hjálpa pabba við gegningarnar.

Þórður bróðir er 13 ára. Hann sefur einn í rúmi. Amma gaf honum rúmið sem afi Þórður átti þegar hann var lifandi.

 

Mamma kemur með graut og slátur.

Við ræðum um hrossin.

Sigga litla var hálfgröm yfir að fá ekki að fara með,...........

 

..........en pabbi sagði henni að einhver yrði að hjálpa mömmu og ömmu heima. -- Og svo gæti hún leikið sér í snjónum.
Þegar fýlusvipurinn minnkaði lítið við þetta, ..........

                       ...........spurði pabbi hvort hún gæti svo hjálpað sér að gefa hestunum heyið sitt, ef við fyndum þá.

 

Hvar voru hrossin í hríðinni, síðari hluti
(fyrir litlar tölvur, lítil módem, vegna myndanna)
Hvar voru hrossin í hríðinni?
litlar myndir, síðari hluti