Palli og englabjallan 9979-895-26-8

PALLI  OG  ENGLABJALLAN

Palli hlýtur að fara að koma niður í geymslu að ná í jólaskrautið, því nú
nálgast jólin óðum.
Englabjallan er orðin óþolinmóð

.

-Æ, hve það er leiðinlegt að vera geymdur hér í draslageymslunni nærri því
allt árið, segir hún.
Mér finnst ég ekki gera nóg gagn. Það heyrist í mér ,gling gló", þegar
Palli setur mig upp á hillu fyrir jólin, og aftur ,gling gló", þegar Palli
tekur mig niður eftir jólin.
Þar með upp talið.
Tilgangslaust.

-Ég vil vera einhverjum til góðs, Kertasníkir. Ég vil vera hjá Palla allt
árið, en ekki aðeins á jólunum.

-Iss, svarar Kertasníkir. -Mér finnst þetta svo ágætt. Ekkert að gera allt
árið nema á jólunum: Sníkja og hrekkja !
Það væri líka asnalegt að sjá mig standa uppi á hillu um hásumar og sníkja
kerti

 

-Veistu hvað hann Bjúgnakrækir bróðir minn gerir á jólunum?
Hann stelur öllum bjúgunum frá fólkinu, og þegar það ætlar að fara að borða,
finnur það
engin bjúgu, maður!

-Ha? Stelur bróðir þinn? spyr englabjallan.
-Það má ekki stela.

-Og Kjötkrókur bróðir stelur öllu jólahangiketinu, maður.

Og Skyrgámur bróðir át einu sinni allt skyrið sem hann fann, svo krakkarnir
á bænum fengu engan eftirmat.
Það var nú snjallt hjá honum.

-Hvað sagði hún mamma ykkar, Kertasníkir? Hvers konar uppeldi hafið þið
eiginlega fengið?

-Ertu að meina, englabjalla, að þú þekkir ekki hana mömmu mína? spyr
Kertasníkir og hlær.


-Þegar Gluggagægir bróðir gægðist einu sinni á gluggann í stofunni um jólin,
og hræddi alla svo að þeir misstu jólamatinn sinn í gólfið, og ...


... Askasleikir bróðir náði í alla askana og sleikti allan jólamatinn úr
þeim, þá hló mamma svo mikið að hún missti pokann með öllum óþekku krökkunum
svo þau sluppu öll út!


-Kertasníkir þó! Poka með börnum í?
Um hvað ertu að tala?

-Hefurðu ekki heyrt grýlusögur?
Þær eru búnar til til þess að hræða krakka til hlýðni.

Englabjallan er orðlaus. Hún hefur aldrei heyrt þvílíkt og annað eins.Geymsludyrnar opnast. Það er Palli.
Hann ætlar að fara að ná í jólaskrautið sitt og skreyta fyrir jólin.

Palli er kominn í jólafríið. Hann er einn heima. Litli bróðir er í
leikskólanum, pabbi og mamma eru í vinnunni. Þau þurfa að vinna fyrir
peningunum.


Þau kaupa áreiðanlega dýra jólagjöf handa Palla.
Vitiðið hvað er á jólagjafaóskalistanum hans Palla:
10-gíra hjól - og ekkert annað.

En hvað á Palli að gefa pabba og mömmu?
Eitthvað rosalega dýrt og flott.

-Nú, segir Kertasníkir. -Bræður mínir stela nú bara því sem þá vantar.


-Einu sinni stal Pottasleikir bróðir öllum jólagrautnum úr pottinum,

og

þegar vinnukonan kom fram í eldhús, hélt hún að strákurinn á bænum hefði
borðað grautinn. Hún tók í strákinn og sagði:
-Hvað á að gera við strákaling?
Sting'onum ofna í kolabing,
lok'ann út'og lemj'ann
lát'ann bola bít'ann.
Svo lamdi hún strákinn og lokaði hann úti, maður. Grýla mamma mín og
Pottasleikir hlógu ferlega, og svo setti mamma strákinn í pokann sinn.

Englabjallan heftur aldrei fyrr heyrt grýlusögur, og getur ekki orða
bundist:

-Kertasníkir þó! Dettur ykkur ekkert í hug nema eitthvað ljótt? Hrekkja,
hræða, stela?
-Ljótt? Hvað er það? spyr Kertasníkir.
-Þú átt að þekkja mun á góðu og illu, minn kæri jólasveinn.
-Mun á góðu og illu? Hvernig þá?
-Kertasníkir! Þú ert alveg vonlaust fyrirbæri.
- Ert þú nokkuð vonlaus engill?


-Palli! PALLI ! Hvert ertu að fara?


Hvað ætlar hann að fara að gera?

Ég fer með honum.
Ég elti hann.
Hann var að hugsa um að gefa mömmu sinni eitthvað dýrt og flott en hann
hefur enga peninga fyrir því.

Það eru til miklu skemmtilegri gjafir - og verðmætari - en þetta dót sem
hægt er að kaupa í búðunum fyrir peninga.


Palli tekur strætómiða og fer út.
Engillinn eltir hann.


-Palli. Hvað ertu að gera í þessari búð? Þú ert ekki með neina peninga til
að borga með.

Hvað var það fyrir þig?, spyr afgreiðslustúlkan.
Palli stamar:
-É, ég er bara að sko-skoða - kökudiska.
-Þessi kostar 2000 krónur, góði.

Palli fer út úr búðinni í ógurlega vondu skapi.

-Palli, segir englabjallan, -ég veit hvað þú skalt gefa mömmu þinni, sem hún
hefur miklu meira gaman af en öllu þessu dóti í búðunum.

Komdu nú heim aftur.Í strætó á heimleiðinni hvíslar englabjallan öllum hugmyndunum sínum að Palla.
Nú glaðnar heldur en ekki yfir honum.

Þegar heim kemur hefst Palli handa með blöð, pappa og liti.
-Kertasníkir, segir englabjallan, -þú átt að lýsa Palla með jólakertum,
meðan hann útbýr jólagjafirnar.


-Ég vil ekkert hjálpa, svarar Kertasníkir. -Ég vil ekkert gera gagn. Ég
vil bara sníkja kerti.
-Jú, gerðu það jólasveinn minn, - fyrir mig.
-Jæja þá.

 

frh:  Palli og englabjallan
sํ๐ari hluti