um jólasveina og Gerði

 

 

 

 

 

Líklega hefur Gerðargleði um jól farið í taugarnar á kyrkjunnar mönnum, og þess vegna verið búin til Grýla úr Gerði.

Grýla er uppeldistæki kúgara, eins og Santa Klaus, það er að þau eru notuð sem hótun og hlýðnitæki:

Ef barnið hlýðir (er gott) tekur grýlan það ekki í pottinn sinn, en Santa setur nammi í skóinn.

Ef barnið hefur sjálfstæðan vilja (er óþekkt), tekur grýlan það og Santa setur ekki nammi í skóinn.
--- Kannski hráa kartöflu til að hegna.

Þetta er kallað gulrótin og keyrið. Notað sem hlýðnitæki. En þetta er mjög slæmt vegarnesti fyrir barnið. Svona uppeldisaðferð er uppgjöf eða heimska uppalandans.

Kannski hefur forfeðradýrðkun, og matargjafir til látinna forfeðra, valdið því að jólasveinarnir urðu til sem vondir karlar sem stálu mat.

Það er kannski ekki tilviljun að jólasveinar heita julenisser, nisse, og að Nikulás (Santa) heitir Nikki. Hann var alla vega látinn taka við af jólasveinum sem góði karlinn, og þeir gerðir að vonda karlinum.

Ef til vill hefur mikil blessun fylgt virðingu fyrir forfeðrunum, og það einnig tengst jólunum, þar sem ljós nýs árs er að fæðast heiminum.

Verið getur og að jólasveinarnir séu gömlu heiðnu guðin okkar.

Til þess að fæla menn frá heiðnu guðunum var allt heiðið talið djöfullegt.
Til dæmis að blóta og ragna sagt vera að ákalla djöfulinn.
Nú er þetta fyrirbæri djöfull alls ekki til í heiðni, svo það var sett inn í okkar fornu menningu sem ljótt og vont -- og sagt vera vont eins og guðin okkar.

Nú er vitað að jólasveinar eru hið mesta barnanna yndi um jólin. Þeir eru orðnir góðir en heimskir. En þeir geta ekki dáið frá okkur.

Það er ekki hægt að nota þá sem kúgunartæki lengur, og okkur þykir vænt um þá. Svo þetta er allt að koma til okkar aftur.

Ef Grýla er búin til úr Gerði, liggur í hlutarins eðli að Leppalúði er Freyr.

Þetta er í anda Skírnismála, því guðin bíða okkar bara. Þau eru ekki að vesenast í veraldarvafstrinu með því að krukka í gjörðir mannanna.

Við höfum frjálsan vilja, og við vitum að við berum þar með mikla ábyrgð.

Ég endurtek:

_við_ berum mikla ábyrgð. Guðin bera ekki ábyrgð á okkar gjörðum. Þau eru í okkur, bíða þess að við skiljum.

Guðin eru eiginlega forsetar náttúrulögmálanna, og á lögmálum náttúrunnar veltur allur heimur. En við berum ábyrgð á okkar gjörðum, vegna þess að maðurinn hefur frjálsan vilja.

Hótanir með grýlum og gjafajólasveini (gulrótin og keyrið, helvíti og himnaríki) eru lágkúra ein.

Börrn þurfa að vita hvað þau vilja og læra að ná settu marki á fallegan hátt. Ekki vera kúguð til hlýðni við vilja annarra eins og hundar.

Himnaríkið er innan okkar.

Glaðheimar Óðins eru innan okkar. Óðinn er Jólnir. Óðinn er vitund mannsins. Jólin eru hið eilífa hjól, sem ber okkur fram á við í átt til fullkomnunar. En það erum við sem berum sjálf ábyrð á vitundarþroska okkar.

 


-- oo 00 O 00 oo --