Góðar krossgátur þjálfa hugann og bæta orðaforðann.
Frístund hefur boðið upp á krossgátur af ýmsu tagi, heilabrot og getraunir, í meira en 24 ár.
Auk hefðbundinna krossgátna er að finna í blaðinu rökþrautir, talnagátur, myndagátur, orðagátur með földum nöfnum og heitum á ýmsum fyrirbærum, strikagátur, auk krossgátna og léttari þrautna fyrir börn.
Ótölulegum fjölda íslenskra orða tvinnað saman þvers og kruss og kruss og þvers.Taktu áskoruninni og kallaðu fram lausnir orðskýringanna. Þú gleymir stund og stað á meðan.
Það sem hreyfingin er líkamanum, það eru viðfangsefni og gátur heilanum. Því meira sem við fáumst við að leysa þannig verkefni, þeim mun skarpari verður hugsunin og athyglisgáfan. Það er því ekki síður nytsamlegt að þjálfa heilann en líkamann. Krossgátur og athyglisþrautir Frístundar eru ágætis tæki til þeirra hluta.
frístund,krossgátublað,krossgátublöð,krossgáta,krossgátur,myndagáta,myndagátur,sudoku,su,doku,gáta,gátur,talnagáta,talnagátur,barnagátur,barnagáta,kakuro,heilabrot,eldspýtnaþrautir,
Nýtt hefti á öllum helstu sölustöðum.
Krossgátur, heilabrot, talnaþrautir ( Su Doku og Kakuro ), rökþrautir, stafa-tölugátur, nafnaleitir, Atgervisgáta með vísbendingum, barnakrossgátur og þrautir.
Afar fjölbreytt blöð, fyrir unga jafnt sem aldna.