Lýsing á húsnæðinu

Húsið er á þremur hæðum, um 255 fermetrar. Umhverfis er gróskumikill skógur á stórri lóð.

Kjallari

Íbúð í kjallara, með sérinngangi, er leigð barnlausu sambýlisfólki, yfirleitt til eins árs í senn.

Önnur hæð

Stórt og fullbúið eldhús er á annarri hæð er sameiginlegur vettvangur leigutaka á þriðju hæð.

Þriðja hæð

Rúmgóð og fullbúin einstaklingsherbergi á þriðju hæð (þrjú að tölu), hafa oftast verði leigð innlendum og erlendum framhaldsskóla- og háskólanemum, listamönnum og gestafyrirlesurum. Þar er baðherbergi og þvottaaðstaða.