Hvað er nýjast á heimasíðunni
Fyrir þá, sem koma við á heimasíðu Verundar oftar en einu sinni, og eru þegar búnir að kynna sér það efni sem þar er boðið upp á, munum við setja á þessa síðu upplýsingar um allt nýtt efni, sem sett er inn á síðuna hverju sinni, svo þeir þurfi ekki að fletta í gegnum allar síðurnar í hvert sinn, til þess að komast að því hvort eitthvað nýtt sé á ferðinni.
Röðin á þessum lista verður þannig að efst er það nýjasta, í öðru sæti það næst nýjasta, og svo framvegis.
Með því að byrja á því að fletta upp á þessari síðu, munu gestir á heimasíðu Verundar geta séð strax hvort eitthvað nýtt er komið á vef hennar, sem þeir hafa ekki skoðað áður.
Takk fyrir komuna.