Meðlimir

BRaK er skipuð tónlistarmönnum sem hafa komið víða við í íslensku tónlistarlífi. Metnaður sveitarmeðlima, sem allir eru komnir af Agli Skallagrímssyni ef marka má hina ágætu Íslendingabók, stendur til þess að vanda til verka og gleðja alla hugsandi menn (konur eru líka menn). Gítarrokk er sú skilgreining sem helst má viðhafa um tónlist sveitarinnar en eins og títt er um hljómsveitir verða svörin loðin þegar farið er fram á nánari skilgreiningar á tónlistarstefnunni. Langskólagengnir eru þeir piltarnir en það hefur ekki hamlað þeim ennþá í rokkinu og virðist þetta tvennt fara ágætlega saman eins og hljómsveitin Queen getur borið vitni um. Annars er best að láta verkin tala og leyfa hverjum og einum að dæma fyrir sig.

Hafþór Ragnarsson
Er söngvari BRaKs og aðal textasmiður hópsins og annar lagasmiður þó svo að aðrir vilji æstir koma þar nálægt tekur hann það sjaldan í mál. Hafþór er lipur ungur maður með stór framtíðarplön sem öll eiga eftir að rætast.
Fyrri hljómsveitir: Synir Raspútíns, Fautar, MÍR og Salernirnir.

Haraldur Gunnlaugssson
Er gítarleikari BRaKs og annar aðal lagasmiður hópsins. Það má segja að Haraldur sé límið sem heldur þessu saman með harðri verkefnastjórn í einu og öllu.
Fyrri hljómsveitir: Fautar, MÍR, Skýjum ofar, Tennessee Trans, Lífveran, og Salernirnir.

Haukur Hafsteinsson
Er trommari BRaKs, enda er hann góður sem slíkur. Hann er líka skemmtilegur og þægilegur í viðkynningu.
Fyrri hljómsveitir: Fullt af frábærum hljómsveitum.

Davíð Atli Jones
Er bassaleikari BRaKs og annar þeirra sem sjá um taktinn. Þræl skemmtilegur bassaleikari með sitt á hreinu. Hann á rosalega flottan bassa.
Fyrri hljómsveitir: Gleðisveit Ingólfs.

Sævar Jökul Solheim
Er hljómborðsleikari BRaKs og kemur frá Neskaupsstað. Það virðist ekkert há honum því hann spilar alveg eins og engill á gervi hammondinn sinn.
Fyrri hljómsveitir: Burri og Ekki hugmynd.

 

Silfurkoss til sölu!
BRaK á Tónlist.is

 

BRaK á balli

Lagasyrpa 1

Lagasyrpa 2
Lagasyrpa 3
 
Haffi
Hljómsveitin BRaK | Reykjavík | Iceland | Tel: +354-825 8097
Hljómsveitin BRaK að störfum

 


Síðast uppfært: 01.03.05 21:54