| Aðalsíða | Um bandið | Meðlimir | Á döfinni | Tónlist | Hafðu samband | English |
|
Meðlimir BRaK er skipuð tónlistarmönnum sem hafa komið víða við í íslensku tónlistarlífi. Metnaður sveitarmeðlima, sem allir eru komnir af Agli Skallagrímssyni ef marka má hina ágætu Íslendingabók, stendur til þess að vanda til verka og gleðja alla hugsandi menn (konur eru líka menn). Gítarrokk er sú skilgreining sem helst má viðhafa um tónlist sveitarinnar en eins og títt er um hljómsveitir verða svörin loðin þegar farið er fram á nánari skilgreiningar á tónlistarstefnunni. Langskólagengnir eru þeir piltarnir en það hefur ekki hamlað þeim ennþá í rokkinu og virðist þetta tvennt fara ágætlega saman eins og hljómsveitin Queen getur borið vitni um. Annars er best að láta verkin tala og leyfa hverjum og einum að dæma fyrir sig. Hafþór Ragnarsson Haraldur Gunnlaugssson Haukur Hafsteinsson Davíð Atli Jones Sævar Jökul Solheim
|
|
Hljómsveitin
BRaK | Reykjavík | Iceland | Tel: +354-825 8097 |