Rússnesk skáldkona
og
þýðandi les upp í MÍR
Laugardaginn
3. október nk. kl. 16 verður rússneska skáldkonan
og þýðandinn Olga Markelova Alexandersdóttir
gestur félagsins MÍR, Menningartengsla Íslands
og Rússlands, í salnum Hverfisgötu 105, og
les upp úr verkum sínum, frumsömdum og þýddum,
bæði á rússnesku og íslensku.
Olga Markelova er fædd og uppalin í Moskvu og hefur
búið þar alla sína náms- og starfsævi,
að undanskildum námsdvölum utan Rússlands.
Hún hóf nám í norrænum tungumálum
við háskóla í Moskvu árið
1996 með dönsku sem aðalgrein. Skyldunámsgrein
var og forn-íslenska og vaknaði þá áhugi
hennar á nútíma íslensku. Á
árinu 2002 kom Olga sem skiptinemi til Íslands og
nam íslensku og íslensk fræði við
Háskóla Íslands, og síðan hefur
hún búið til skiptis í Moskvu og Reykjavík.
Olga Markelova er ljóðskáld og hafa ljóð
hennar birst í tímaritum heima og erlendis. Hin
síðari ár hefur hún einnig lagt stund
á þýðingar jafnframt eigin skáldskap,
einkum úr íslensku og færeysku á rússnesku,
svo og greinaskrif og kennslustörf. Hefur Olga þýtt
mörg verk íslenskra höfunda, ljóð,
leikrit og skáldsögur, auk þess sem hún
hefur þýtt neðanmálstexta tugs íslenskra
kvikmynda, sem sýndar hafa verið í Rússlandi
hin síðari ár. Meðal nýjustu þýðinga
Olgu Markelovu sem út hafa komið
á rússnesku er skáldsaga Hallgríms
Helgasonar Kona við 1000°¨ og saga Árna
Bergmanns Þorvaldur
víðförli.
Allir sem áhuga hafa eru velkomnir í MÍR-salinn,
Hverfisgötu 105, laugardaginn 3. október kl. 16. Að
upplestri Olgu Markelovu loknum er gestum boðið kaffi
eða te og kleinur.
Kvikmyndasýningar
MÍR, Hverfisgötu 105, í september og október
2015
Sýningarskráin
í heild sinni fyrir september og október 2015.
Aðgangur að sýningunni í MÍR er ókeypis
og öllum heimill.