Félagið
var stofnað í marsmánuði 1950 og hlaut
nafnið Menningartengsl Íslands og Ráðstjórnaríkjanna,
skammstafað MÍR, en orðið mír
í rússnesku þýðir í
senn friður og heimur. Þegar Sovétríkin
(Ráðstjórnarríkin) liðuðust
í sundur í árslok 1991 var óhjákvæmilegt
að breyta nafni félagsins og takmarka starfsvið
þess. Á aðalfundi í mars 1992 var
nafninu breytt í Félagið MÍR
og nú má lesa úr þeim þremur
stöfum heitið Menningartengsl Íslands
og Rússlands. Megintilgangur félagsins
er í dag sá sami og var í upphafi:
að stuðla að auknum og gagnkvæmum samskiptum
þjóðanna á sviði menningar í
víðtækasta skilningi þess orðs.
Gjörbreytt viðhorf og aðstæður valda
því að sjálfsögðu að
félagstarfið hefur breyst mjög í
áranna rás.
Nánar er hægt að lesa um sögu MÍRHÉR eða á
pdf-formi sem hægt er að lesa með Adobe Acrobat
Reader.
Forritið fæst ókeypis frá Adobe
á slóðinni http://www.adobe.com/acrobat/
.