ban-452bluemix.jpeg - 13102 Bytes

heimasíða um andleg málefni


 

earth-1.gif - 10689 Bytes  Hvað er lífritmi

Veistu hvað lífritmi er? Hvernig er hann? Hvernig er hann skráður?

Það er okkur öllum nauðsynlegt að komast vel af við aðra en það getur stundum verið svolítið erfitt. Við kunnum að sýna ergelsi í garð einhvers sem við höfum hitt íf yrsta sinn eins og það sé eitthvað sem ekki falli alveg í munstrið. Með öðrum orðum, sambandið kemst í raun ekki almennilega af stað. Eftir því sem tílminn líður og þrátt fyrir allt sem við reynum, þá er allt við það sama og sambandið virðist dauðadæmt. Í öðrum tilfellum virðist aftur á móti allt ganga upp. Við komumst að því að við hugsum eins, hegðum okkur eins og eigum yfirleitt góðar stundir saman í félagsskap hvers annars. Ef við myndum bera saman lífritmakort okkar þá hefðum við lausnina innan seilingar. Það er rökrétt ályktun að ætla að það sem lífritminn getur gert fyrir okkur, það hljóti hann líka að gera fyrir aðra. Viðbrögðin eru auðvitað mismunandi frá manneskju til manneskju. Samt geta þau veitt okkur vissa leiðsögn varðandi það hvernig við getum best tengst öðrum. Og það er mjög auðvelt að skilja kerfið sem notað er til þess. Líttu á þitt eigið lífritmakort. Það eru 23 dagar í líkamahringnum, 28 í tilfinningunum og 33 í þeim andlega. Þú ert kannski í fyrsta eða jákvæða stigi líkama- og tilfinningahringsins en í öðru eða neikvæða stigi þess andlega. Sú manneskja sem þú ert að reyna að byggja upp stöðugra samband við kemst ef til vill að því þegar hún eða hann líta á kort sitt að þau eru í neikvæðum hluta líkamahrings síns en jákvæðum í tilfinninga- og vitsmunalega hringnum. Líkamlega mun vera augljós mismunur, þar sem þú ert fullur af orku og fjöri á meðan hinn aðilinn er leiður, orkulaus og óhress.

Líkamlegt samlyndi

Ef þið ætluðuð út að spila golf saman þá væri það góð málamiðlun að leika aðeins 9 holur. Þú hefur þrek til þess að spila allan hringinn en félagi þinn ekki. Á sama hátt ætti öll önnur líkamleg vinna að vera skoðuð og borin saman við yfirstandandi lífritmalestur þinn. Því hærri sem samlyndistalan er í líkamaritmanum, þeim mun betur og í samræmi geturðu tekist á við verkefni sem krefjast líkamlegrar áreynslu. Og því meir sem lífritminn er úr lagi því meiri jöfnunar þarf að leita, því einhvers konar samræmi er nauðsynlegt ef einhver árangur á að verða af deginum.

Tilfinningalegt samlyndi

Ef litið er frekar á kortin og nú með tilfinningahringinn í huga, kemur í ljós að bæði eruð þið í jákvæða eða fyrsta stigi þess hrings. Bæði finnið þið til einingar, eruð kát, bjartsýn og svarandi. Ykkur finnst þið bæði vera samvinnuþýð, skapandi og vinsamleg. Í stuttu máli sagt, þið hafið bæði sömu viðhorf og leitið þess sama. Ykkur finnst báðum að þið séuð fær um að fást við hvað það sem ykkur langar til að gera, örugg í þeirri vissu ykkar að þið séuð bæði sama sinnis. Ef annað ykkar væri í neikvæðum kafla þá væri lítið samlyndi, sama og ekkert félagslyndi og í raun engin samvinna á milli ykkar. Sá félaginn sem er í jákvæða sviðinu þarf að leggja harðar að sér til þess að halda sambandinu á einhvers konar réttum kili vegna þess að hinn aðilinn annað hvort vill það eða getur ekki.

Andlegt samlyndi

Ef við lítum aftur á kortin og nú með andlega hringinn í huga, þá muntu sjá að andlegi ritminn hjá þér er í neikvæðum hluta. Þú getur átt erfitt með að einbeita þér, þú ert kannski gleymin(n), skynjun þín er dauf og þig skortir yfirleitt almenna skynsemi. Félagi þinn er aftur á móti í jákvæðum hluta. Skapandi starf virðist ganga betur, hugmyndir koma á færibandi og skynunin er í hámarki. Skilningarvitin eru vakandi og viðbrögðin mun sneggri. Í stuttu máli, þú sérð að þið eruð í raun ekki andlega samlynd. Samt sem áður, ef þú vilt leggja á þig tíma og fyrirhöfn til að skapa málamilun þá eru engin takmörk fyrir því sem þú getur gert. Liðleg samvinna getur leitt af sér hámarks ánægju út úr samverustundum ykkar. Samlyndi takmarkast ekki bara við tvær persónur. Samanburð á milli þriggja, fjögurra, fimm eða hvaða fjölda fólks sem þarf að vera saman, hver svo sem ástæðan er, má gera og ef fólk gefur sér tíma til, nota til þess að skapa árangursríkara samband. Samlyndi samkvæmt lífritma hefur verið notað með góðum árangri hjá fóboltaliði, krikketliði, tennispari og öðrum hópum. Í viðskiptaheiminum hefur hann verið notaður með sama árangri við margs konar aðstæður. Og enginn hefur orðið fyrir vonbrigðum. Allir hafa áttað sig á hvers virði tilraunirnar voru og margir láta endurnýja lífritmakortin sín reglulega. Þegar þú byrjar viðskiptasamband við kunningja þá væri ekki vitlaust að athuga samlyndishlutfall ykkar. Ef það er hátt andlega en lágt í hinum atriðunum tveim, hafðu þá ekki of miklar háhyggjur af því. Þú skalt huga að veiku punktunum í sambandi ykkar og viðskiptaverkefni ykkar ættu að blómstra. Ung pör, sem ætla að ganga í hjónaband, gerðu vel í því að láta bera saman kort īsín. Það hefur oft komið í ljós að þar sem samanburðartala tilfinninga er léleg, oft mjög lág, þá reynist það gjarnan vera algengt í langtíma hjónaböndum og öðrum velheppnuðum nánum félagsskap. Ef þið hugsið um það, þá er heilmikil skynsemi í þessu. Það er heldur leiðinlegt þegar fólk hefur sama skap eða bregst eins við öllum hlutum. Það getur ekki verið neinn drifkraftur í slíku sambandi og það hlýtur að staðna. Ef þið látið bera saman lífritma ykkar þá er ekki ólíklegt að þið komist að því að það er mikið svigrúm fyrir lagfæringar til þess að gera samlíf ykkar samstilltara.

Ef þú vilt reikna út lífritma þinn smelltu þá á:     Að reikna út lífritma


Til aðalsíðu     Hvað sögðu þau?     Leiðbeinendur að handan     Bækur    Upphaf spíritisma á Íslandi

Aðrar heimasíður       Fyrirboðar       Hvað er lífritmi?       Andleg málefni-titilsíða